„Hvað kenndi Jesaja um samansöfnun Ísraels?“ Líahóna, sept. 2022.
Kom, fylg mér
Hvað kenndi Jesaja um samansöfnun Ísraels?
Jesaja notaði tákn til að kenna um samansöfnun Ísraels. Íhugið þetta ritningarvers: „Og hann mun reisa merki fyrir þjóðirnar, heimta saman hina brottreknu menn úr Ísrael og safna saman hinum tvístruðu konum úr Júda frá fjórum höfuðáttum heimsins“ (11:12).
Merki er fáni eða staðall. Öldungur Jeffrey R. Holland, í Tólfpostulasveitinni, sagði sögu um það hvernig kirkjuleiðtogar á tíma brautryðjendanna bjuggu til merki eða „fána og lýstu Saltvatnsdalinn og fjöllin umhverfis hann sem þann spádómsstað, sem orð Drottins myndi út ganga frá á síðari dögum.1
Hvaða önnur tákn og skilning um tvístrun og samansöfnun Ísraels finnið þið í Jesaja, kapítulum 2, 5 og 11?
Hvernig hefur spámaður okkar í dag hjálpað okkur að skilja betur samansöfnun Ísraels?
Það getur verið gagnlegt að rannsaka hvað spámenn okkar tíma hafa sagt um kenningar Jesaja og samansöfnun Ísraels. Íhugið að lesa eina af þessum aðalráðstefnuræðum eftir Russell M. Nelson forseta og tilgreina hvernig þið getið hjálpað til við samansöfnun Ísraels:
-
„Sælir eru friðflytjendur,“ aðalráðstefna, október 2002
-
„Samansöfnun tvístraðs Ísraels,“ aðalráðstefna, október 2006
-
„Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna,, október 2020