2022
Reynið bara aftur
September 2022


„Reynið bara aftur,“ Líahóna, sept. 2022.

Frá Síðari daga heilögum

Reynið bara aftur

Ég var upptekin við að gera góða hluti, en samband mitt við Drottin leið fyrir það að ég vanrækti eitthvað mikilvægara.

Ljósmynd
opnar ritningar

Þegar ég lauk trúboði mínu í janúar 2019, var ég viss um að ég myndi auðveldlega halda áfram mínu daglega ritningarnámi. Í fyrstu reyndist það vera svo. Eftir vinnu kom ég heim og las ritningarnar á hverjum degi. Ég var ánægð með að vera enn trúföst ritningarlestri og að læra um frelsarann.

Það breyttist í júní 2019, þegar kærastinn minn kom heim úr trúboði sínu. Við byrjuðum strax á tilhugalífinu og trúlofuðum okkur sex vikum síðar.

Í annríkinu við að skipuleggja brúðkaup, vinna, fara í háskóla og verja tíma með unnusta mínum, dró fljótlega úr ritningarnámi mínu og ég lærði aðeins nokkrum sinnum í viku. Þar sem ég var upptekinn af góðum hlutum, vanrækti ég hugsunarlaust samband mitt við Drottin.

Ég og eiginmaður minn giftum okkur í nóvember 2019. Eftir hátíðirnar, reyndi ég að halda áfram þar sem frá var horfið í ritningunum. Í nokkra mánuði lærðum við hjónin ritningarnar farsællega saman. Á hverjum morgni í nokkrar mínútur lásum við ritningarnar og ræddum lexíu í Kom, fylg mér, áður en við flýttum okkur út um dyrnar í vinnu eða skóla.

Þá skall Kovíd-19 heimsfaraldurinn á. Án stífrar skóla- og vinnudagskrár, misstum við taktinn í ritningarnámi á morgnana. Við lærðum aðeins af og til og samband okkar við Drottin sat á hakanum. Meira að segja eftir að takmörkunum hafði verið aflétt og við fórum aftur í kirkju, áttum við enn erfitt með að læra.

Kirkjumeðlimir eiga oft í erfiðleikum með að lesa ritningarnar sínar reglubundið. Líf okkar er annasamt og við stöndum dag hvern frammi fyrir áskorunum. Það er hinsvegar aldrei of seint að byrja aftur.

„Drottinn væntir ekki fullkomnunar af okkur á þessu stigi okkar eilífu framþróunar,“ sagði Russell M. Nelson forseti. Hann sagði þó enn fremur: „Við getum öll gert betur og verið betri.“1

Ég og eiginmaður minn ákváðum nýlega að hefja aftur ritningarlestur. Við gerum það enn ekki fullkomlega, en við reynum á hverjum degi að styrkja vitnisburð okkar. Ég er þakklát fyrir hin mörgu tækifæri sem Drottinn gefur okkur til að iðrast, gera betur og verða betri.

Prenta