2022
Leidd af lifandi spámönnum
September 2022


„Leidd af lifandi spámönnum,“ Líahóna, sept. 2022.

Helstu trúarreglur

Leidd af lifandi spámönnum

Ljósmynd
Kirkjuleiðtogar fyrir framan Kristsstyttuna

Spámenn eru kallaðir af himneskum föður til að tala fyrir hans hönd. Þeir bera vitni um Jesú Krist og kenna fagnaðarerindi hans. Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu trú bæði á forna spámenn og nútíma spámenn.

Guð talar í gegnum spámenn

Spámenn hljóta opinberun frá Guði. Þegar spámenn eru innblásnir til að kenna okkur, er það líkt og Guð væri að tala til okkar (sjá Kenning og sáttmálar 1:38). Við getum treyst því að þeir séu að segja okkur það sem Guð vill að við vitum.

Spámenn kenna um Jesú Krist

Ljósmynd
Mormón með gulltöflurnar

Mormón gerir útdrátt af töflunum, eftir Tom Lovell

Allir spámenn vitna um Jesú Krist. Þeir kenna að hann sé sonur Guðs. Þeir kenna um líf hans, fordæmi og friðþægingu. Þeir sýna okkur líka hvernig á að fylgja honum og hlýða boðorðum hans.

Ábyrgðarskyldur spámanna

Spámenn kennda fagnaðarerindi Jesú Krists. Þeir útskýra þær blessanir sem við hljótum þegar við hlýðum boðorðunum og afleiðingar þess að gera það ekki. Stundum gætu þeir verið innblásnir til að segja okkur frá atburðum framtíðar.

Fornir spámenn

Ljósmynd
Móse með töflurnar

Móse og töflurnar, eftir Jerry Harston

Guð hefur kennt fólki með spámönnum frá upphafi. Spámenn sem lifðu á tímum Gamla testamentisins eru Adam, Nói, Abraham, Móse, Jesaja og fleiri. Það voru líka spámenn meðal fólksins í Mormónsbók. Meðal þeirra spámanna voru Lehí, Mósía, Alma og Moróní. Við getum lært það sem þeir kenndu með því að lesa ritningarnar.

Nútíma spámenn

Joseph Smith var fyrsti spámaðurinn á síðari tímum. Hann endurreisti kirkju Jesú Krists á jörðu. Russell M. Nelson er spámaður og forseti kirkjunnar í dag. Ráðgjafar hans í Æðsta forsætisráðinu og postularnir tólf eru líka spámenn, sjáendur og opinberarar.

Hlýðið á spámanninn

Ljósmynd
hjón horfa á ráðstefnu í síma

Spámaðurinn talar til okkar á aðalráðstefnu og á öðrum tímum. Hann kennir okkur hvað Guð vill að við vitum og hvernig á að fylgja Jesú Kristi í dag. Við getum fundið kenningar hans í Líahóna og á KirkjaJesuKrists.is.

Blessanir þess að fylgja spámanninum

Við verðum blessuð ef við fylgjum kenningum spámannsins. Þegar við fylgjum spámanninum getum við vitað að við erum að gera það sem Guð vill að við gerum. Við getum fundið frið í lífi okkar og komist nær Jesú Kristi.

Prenta