„Nuku‘alofa, Tonga,“ Líahóna, sept. 2022.
Kirkjan er hér
Nuku‘alofa, Tonga
Ljósmynd eftir Neil Crisp, 2021
Musteri Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í Nuku‘alofa er staðsett nærri Liahona-menntaskólanum í eigu kirkjunnar. Kirkjumeðlimir eru um 63 prósent íbúa Tonga, þar sem kirkjan er með
-
66.400 meðlimi (hér um bil)
-
21 stiku, 2 umdæmi, 173 deildir og greinar, 2 trúboð
-
21 ættarsögumiðstöð, 1 starfrækt musteri og 1 í byggingu
Við munum sameinast aftur
Sonasi Langi (nú látinn) frá Kolonga, Tongatupu, kom oft saman með fjölskyldumeðlimum til að syngja sálma og setja blóm á grafir föður síns og systur. „Einhvern tíma munum við sameinast aftur,“ sagði hann. „Ég held að við munum þá syngja sömu lögin.
Meira um kirkjuna á Tonga
Konungur Tonga tekur á móti Russel M. Nelson forseta og eiginkonu hans, Wendy; öldungur Gerrit W. Gong og eiginkona hans, Susan; og aðrir í heimsókn á Tonga árið 2019.
Ljósmynd eftir Jeffrey D. Allred, Deseret News
Líkt og stúlkur hvarvetna í kirkjunni, setur þessi stúlka á Tonga sér markmið og keppir að því að ná þeim.
Þessi mynd sýnir hvernig Neiafu musterið á Tonga, annað musterið á Tonga, mun líta út þegar byggingu þess er lokið.
Á Tonga er heimilið miðstöð trúarnáms, eins og hvarvetna í kirkjunni þegar meðlimir hlýða kallinu: „Kom, og fylg mér“ (Lúkas 18:22).
Á Tonga getur heilbrigð fjölskylduafþreying einfaldlega falið í sér að ganga saman á ströndinni.
Landbúnaður er mikilvægur í Tonga og margir Síðari daga heilagir rækta og uppskera matartegundir.
Á Tonga, eins og í mörgum samfélögum Kyrrahafseyja, eru bananalauf oft notuð við að tilreiða fjölskyldumáltíðir.
Sálmasöngur er mikilvægur þáttur í tilbeiðslu á Tonga, eins og hvarvetna í kirkjunni.
Hefðbundinn fatnaður gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu á Tonga.
Ungur maður nýtur þess að hitta aðra á ungmennaviðburði í samkomuhúsi á Tonga.
Reglubundið ritningarnám hjálpar hjónum á Tonga að vaxa saman andlega.
Í janúar 2022 voru margir hlutar Tonga þaktir ösku eftir eldgos.
Ljósmynd frá Malau Media, birt með leyfi
Meðlimir á eyjunni Tongatapu gáfu vistir, fluttar með báti, til hjálpar þeim sem eru á ytri eyjunum.