2022
Áhrifarík aðferð til barnauppeldis
September 2022


„Áhrifarík aðferð til barnauppeldis,“ Líahóna, sept. 2022.

Áhrifarík aðferð til barnauppeldis

Þessi aðferð er byggð á reglum fagnaðarerindisins og stuðningsrannsóknum og getur hjálpað ykkur að skapa innihaldsrík sambönd, leggja rækt við trú og vöxt og byggja upp einingu og þolgæði í fjölskyldu ykkar.

faðir les ritningarnar með dóttur sinni

Að vera foreldri, hefur eilífan tilgang og getur verið gefandi, upplýsandi og gleðilegt. Þar sem fjölskyldur eru af öllum stærðum og gerðum og standa frammi fyrir sínum einstöku áskorunum, þá getur uppeldi barna líka virst yfirþyrmandi eða stundum þreytandi.

Sem betur fer þurfum við ekki að gera þetta ein.

Með handleiðslu himnesks föður, stuðningi frelsarans og fagnaðarerindi hans og tileinkun innblásinnar leiðsagnar í bæn, getum við fundið hjálp og von við barnauppeldi okkar.

Trúarmiðuð uppeldisaðferð barna

Með því að styðja okkur við fagnaðarerindi Jesú Krists og uppeldisrannsóknir, höfum við auðkennt þrjár leiðandi reglur sem stuðla að tilfinningalegum og andlegum þroska barns. Sé þetta sameinað, verður til áhrifarík samverkandi aðferð sem getur hjálpað fjölskyldum um allan heim.

Þessi aðferð er áhrifarík því hún sameinar sannleika fagnaðarerindisins og lykilhugmyndir úr rannsókn er varðar uppeldi og þroska barna. Að leita að persónulegri opinberun um hvernig eigi að beita reglum þessarar aðferðar, getur hjálpað ykkur að byggja upp þolgæði í fjölskyldu ykkar og koma á fót heimili sem hefur Jesú Krist að þungamiðju.

Þessar leiðandi reglur eru þrjár:

  1. Skapa ástúðleg fjölskyldusambönd

  2. Leggja rækt við lærdóm og vöxt

  3. Stuðla að einingu og styrk með þjónustu

Þessi aðferð hjálpar okkur að einblína á það sem mestu máli skiptir. Hver aðferðarhluti er mikilvægur þáttur í því að styrkja fjölskyldu okkar. Með samvirkni, stuðla þeir að jákvæðum samskiptum og upplifunum, auðvelda fjölskyldu okkar að takast á við mótlæti og byggja upp hæfni og þolgæði.

Þegar við vöxum í foreldrahlutverkinu, getur þessi aðferð verið gagnlegur viðmiðunarrammi til að uppgötva hvernig best er að kenna og ala upp hvert barn.

Hér að neðan er stutt yfirlit yfir hvern hluta aðferðarinnar og dæmi úr lífi frelsarans til leiðbeiningar við að beita þessari aðferð í lífi okkar. Frekari upplýsingar um uppeldi, hagnýt leiðsögn og svör við algengum uppeldisspurningum, eru fáanlegar á family.ChurchofJesusChrist.org.

1. Skapa ástúðleg fjölskyldusambönd

Þessi regla minnir okkur á að hafa kærleiksríkt samband við himneskan föður, frelsarann, maka okkar og börn í fyrirrúmi. Þessi fjölskyldusambönd eru mikilvæg. Eilíf sjálfsmynd barna okkar og sambönd eiga rætur í þeim grundvallarsannleika að „hvert þeirra er ástkær andasonur eða dóttir himneskra foreldra, og sem slík á sérhvert þeirra guðlegt eðli og örlög.“1

Við getum hvatt þau til að þekkja Guð og Jesú Krist með trú, bæn, ritningarnámi og persónulegri opinberun frá heilögum anda (sjá Jóhannes 17:3). Við getum eflt trú með því að leggja rækt við „þrá barna okkar til að trúa“ (Alma 32:27) og hjálpa þeim að finna kærleika Guðs. Börnum okkar er mikilvægt að átta sig á að himneskur faðir og frelsarinn skilji þau fullkomlega, elski þau fullkomlega og vilji hjálpa þeim að ná árangri (sjá Rómverjabréfið 8:38–39).2

Sem foreldrar, er mikilvægt að skapa kærleiksríkt samband við hvert barn, sem fyllt er hlýju og samkennd. Að skilja sjónarmið barna okkar og hlusta af virðingu á það sem þau hafa að segja, myndar öruggt og ástríkt samband. Börn okkar þurfa að vita að við höfum áhuga á þeim, hugsum um hvernig þeim líður og erum til staðar til að hjálpa þeim. Umhyggjurík samskipti við börn okkar hjálpa þeim að þróa jákvæða sjálfsmynd, viðurkenna eilíft gildi sitt og mynda traust sambandi við Guð og Jesú Krist.

Að auki, geta fjölskyldumeðlimir verið gríðarlegur stuðningur við hver annan. Við getum ræktað fjölskyldusambönd þegar við komum saman til að tengjast, biðja, leiðbeina og skemmta okkur.

Lítum til Krists

Jesús Kristur veitir einum í senn hlutdeild í kærleika sínum í sambandi sem felur í sér aðild, von og lækningu. Eftir að frelsarinn hafði talað til Nefítanna, sýndi hann samúð og veitti persónulega þjónustu til að lækna og blessa sérhvern. Af ástúð „tók [hann] litlu börnin þeirra, hvert af öðru, og blessaði þau og bað til föðurins fyrir þeim“ (3. Nefí 17:21).

Sem foreldri, getið þið blessað börn ykkar með því að skapa kærleiksríkt samband við þau – með einum innihaldsríkum samskiptum í einu.

Hugmyndir til að skapa ástúðleg fjölskyldusambönd

  • Eigið samskipti við börn ykkar með því að hlusta vandlega, svara af ástúð og fylgja ábendingum þeirra til að mæta þörfum þeirra.

  • Leggið rækt við trú á himneskan föður og Jesú Krist og hvetjið til bænar og persónulegrar opinberunar til að styrkja þessi guðlegu sambönd.

  • Hugsið um ykkur sjálf og hjónaband ykkar. Það mun hjálpa ykkur að tengjast börnum ykkar betur og ala þau upp í sameiningu með maka ykkar í einingu og kærleika, sem jafnir félagar. Ef þið eruð einhleyp, leiðið þá fjölskyldu ykkar í trú og af sjálfstrausti. Leitið frekari stuðnings frá þeim sem þið treystið.

  • Stuðlið að öryggi, aðild og gleði á heimili ykkar.

2. Leggið rækt við lærdóm og vöxt

foreldrar ræða við dóttur sína

Leggið ræt við vöxt barna ykkar með því að meta sérstaka persónueiginleika þeirra, sýna þeim óþrjótandi ást og styðja viðleitni þeirra. Finnið út hvar börnin ykkar eru stödd í þroska og lagið stuðning ykkar að sérstökum þörfum þeirra. Fordæmi ykkar, kennsla, leiðsögn og hvatning eru mikilvæg til að efla hæfileika og sjálfstraust barnsins ykkar. Sýnið forvitni og samkennd þegar börn ykkar læra af reynslu.

Ástúðlegir foreldrar forðast líka að vera of kröfuharðir, of undanlátssamir eða of eftirlátir. Að setja viðeigandi mörk, reglubundnar venjur og raunhæfar væntingar, mun stuðla að vexti barns ykkar. Eins og himneskur faðir okkar, ættu foreldrar að einbeita sér meira að því að stuðla að vexti barna sinna en þægindum (sjá 2. Nefí 28:30; Kenning og sáttmálar 50:24, 40).

Leiðið, leiðbeinið og vísið börnum ykkar veg er þau læra að fylgja Jesú Kristi.3 Kenndu þeim hvernig á að snúa sér til frelsarans og treysta á friðþægingu hans til að hjálpa þeim að vaxa. Börn ykkar munu smám saman uppgötva af fordæmi ykkar og eigin reynslu að þau „[megna að gera allt fyrir hjálp Krists],“ sem fyrirgefur og styrkir þau (Filippíbréfið 4:13). Vöxtur og breyting getur verið erfið og krefst mikillar æfingar. Réttlátur ásetningur foreldra til að kenna börnum sínum, ekki aðeins hvernig á að „kenna þeim að ganga á vegi sannleika“ (Mósía 4:15), heldur líka af hverju þeim ber að gera það. Stuðlið að skilningi þeirra og styðjið réttláta notkun þeirra á sjálfræði í hverju skrefi sem þau taka.

Lítum til Krists

Jesús Kristur styrkir vöxt ykkar með því að líta á réttlátar þrár hjarta ykkar og hjálpa ykkur að famfylgja þeim (sjá 1. Samúelsbók 16:7; Enos 1:12). Drottinn spurði lærisveina sína, „[hvern og einn] þeirra …: Hvers óskið þér af mér?“ (3. Nefí 28:1; sjá einnig 1. Nefí 11:1–3). Að íhuga þessa spurningu, getur hjálpað ykkur að uppgötva og þróa það sem þið metið mest. Hugleiðið hvernig frelsarinn lagði rækt við lærdóm og vöxt hjá bróður Jareds, með því að virða sjálfræði hans og spyrja: „Hvað vilt þú, að ég gjöri?“ (Eter 2:23). Drottinn studdi hann með því að gefa sérstakar leiðbeiningar, þegar þörf var á, en einnig með því að hvetja hann til að finna út suma hluti sjálfur. Frelsarinn þvingar ykkur ekki eða stjórnar, heldur kennir og sannfærir ykkur um að nota eigið sjálfræði til góðs (sjá Kenning og sáttmálar 58:26–28).

Hvetjið til vaxtar barna ykkar, með því að styðja við réttlátar þráir hjarta þeirra – með einni innsæis spurningu í einu.

Hugmyndir til að leggja rækt við lærdóm og vöxt

  • Vísið börnum ykkar til Jesú Krists og kennið þeim hvernig þau fá aðgang að krafti friðþægingar hans.

  • Líkið eftir Jesú Kristi með því að sýna kærleika, vieta leiðsögn, stuðning og samúð þegar börnin ykkar læra að fylgja honum.

  • Leggið rækt við vöxt með því að styðja við skilning, hæfileika, sjálfræði og sjálfstraust barns ykkar.

  • Komið til Krists með því að læra fagnaðarerindi hans og æfið ykkur í því að lifa saman í framþróun ykkar á sáttmálsveginum.

3. Stuðla að einingu og styrk með þjónustu

fjölskylda fer með mat til annarrar fjölskyldu

Jesús Kristur kenndi lærisveinum sínum: „Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan“ (Jóhannes 13:34). Þegar þið hughreystið, lyftið og þjónið hvert öðru, eruð þið að miðla hreinum kærleika Krists og verða líkari honum. Guð gefur börnum ykkar líka mörg dýrmæt tækifæri til að læra og vaxa með því að taka þátt í starfi hans og uppfylla loforð þeirra um að þjóna öðrum (sjá HDP Móse 1:39; Mósía 18:7–11). Að miðla kærleika Krists og útgeisla ljósi hans, umbreytir þeim og þeim sem þið þjónið.

Fjölskylda ykkar nýtur líka góðs af því að eiga aðilda að deild eða grein, þar sem börn ykkar gefa og þiggja elsku og stuðning. Að tengja hjörtu ykkar „böndum einingar og elsku [hvers] til annars“ (Mósía 18:21) styrkir og eflir sambönd og jákvæðar upplifanir fjölskyldu ykkar. Þegar þið þjónið öðrum af kristnum kærleika, getið þið hjálpað við að byggja upp Síon í fjölskyldu ykkar og í samfélaginu öllu (sjá HDP Móse 7:18).

Kennið börnum að þjónusta getur verið dagleg iðkun, frekar en einangrað verkefni. Að leitast við að þjóna hvert öðru, mun hjálpa börnum og ungmennum að finna innihaldsríkara líf, þar sem þau huga að þörfum annarra, en ekki aðeins eigin þörfum. Það er undravert hvernig uppbygging Síonar byggir upp Síonarfólk.

Lítum til Krists

Frelsarinn bauð hverju okkar að elska og þjóna öðrum (sjá Jóhannes 13:34–35). Að taka þátt í sáluhjálparstarfi himnesks föður, styrkir og breytir okkur. Að sinna verki föður síns (sjá Lúkas 2:49) var hluti af vöxt Jesús á æskuárum hans, er hann „óx að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum“ (Lúkas 2:52).

Fjölskylda ykkar tekur þátt í sáluhjálpar- og upphafningarverki Guðs, með því að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists, annast hina þurfandi, bjóða öllum að meðtaka fagnaðarerindið og sameina fjölskyldur að eilífu.4

Leggið rækt við vöxt barna ykkar með því að sameinast í hinu „mikla verki“ Guðs (Kenning og sáttmálar 64:33) – eitt kærleiksverk í einu.

Hugmyndir til að byggja upp einingu og styrk með þjónustu

  • Sýndið að þið elskið Guðs og þekkið hann betur með því að elska og þjóna börnum hans.

  • Elskið hvert annað með því að þjóna þeim sem eru umhverfis og huga að hinum þurfandi.

  • Takið þátt í samansöfnun Ísraels með því að miðla fagnaðarerindinu, rannsaka ættarsögu ykkar, þjóna í musterinu og hjálpa öðrum að gera og halda heilaga sáttmála.

  • Byggið upp einingu og sameiginlegan styrk með því að sýna elsku, skapa tilfinningu aðildar og styðja hvert annað.

Notið aðferðina á heimili ykkar

Þessar leiðbeiningar geta hjálpað við að einbeita ykkur dag hvern að barnauppeldinu. Þið gætuð t.d. í dag íhugað hvernig þið getið meðvitað skapað kærleiksríkara samband, lagt rækt við lærdóm eða stuðlað að uppbyggingu annarra. Að nota þessa aðferð, getur auðgað lærdóm fagnaðarerindisins, stuðlað að persónulegum vexti barns ykkar og hvatt til bjartari ytri einbeitingar, sem mun lyfta og blessa fjölskyldu ykkar. Með því að beita þessum reglum, getið þið líka bætt notkun ykkar á heimamiðuðu kirkjuefni, eins og Kom, fylg mér og barna- og unglingaáætluninni.

Það eru margar leiðir til að beita reglum þessarar aðferðar. Verið sveigjanleg og leitið persónulegrar opinberunar til að laga þær að þörfum fjölskyldu ykkar. Aðferðin að „skapa,“ „leggja rækt við“ og „stuðla að“ snýst ekki endilega um að gera meira. Þótt það kunni að vera eitthvað sem ykkur finnst þið innblásin til að auka við það sem þið þegar gerið, þá er aðferðinni ætlað að hjálpa ykkur að gera sem mestu úr þeim stundum sem þið eigið saman.

Þegar þið gerið eitthvað til að skapa ástrík sambönd, leggja rækt við lærdóm og vöxt eða stuðla að einingu og styrk með þjónustu, þá eruð þið að leggja traustan grunn að öllu sem þið gerið á heimili ykkar.

Góðir foreldrar eru áreiðanlegir, ekki fullkomnir

Mikilvægt er að hafa í huga að þið þurfið ekki að vera fullkomin til að vera gott foreldri. Reynið þess í stað að vera áreiðanleg uppspretta kærleika og stuðnings fyrir börn ykkar. Einfaldlega það að taka þátt með barni ykkar í því smáa, getur skipt miklu máli.

Þegar uppeldið veldur vonbrigðum, munið þá eftir að draga andann, vera ekki of hörð við ykkur sjálf og halda áfram að reyna. Þið getið sótt fram í trú, vitandi að frelsaranum er afar annt um ykkur og börn ykkar og mun efla einlæga viðleitni ykkar og réttlátar þrár.

Von í Kristi

Þegar þið leitast við að vera staðföst í því að gera allt sem þið getið til að elska, leggja rækt við og styrkja hvert barn, eitt af öðru, getið þið og fjölskylda ykkar átt von í Kristi, vegna hins eilífa fyrirheits hans til ykkar: „41 Óttist ei, litlu börn, því að þér eruð mín. Og ég hef sigrað heiminn“ (Kenning og sáttmálar 50:41).