2022
Hvað kenndi Jesaja um það að vera þjónn Drottins?
September 2022


„Hvað kenndi Jesaja um það að vera þjónn Drottins?“ Líahóna, sept. 2022.

Kom, fylg mér

Jesaja 40–49

Hvað kenndi Jesaja um það að vera þjónn Drottins?

Drottinn vísar oft til fylgjenda sinna sem þjóna sinna eða vitna. Þessi hugtök eru algeng í öllum ritningunum og Jesajabók er engin undantekning. Á tímum Gamla testamentisins, sem og í dag, gaf Drottinn fólki tækifæri til að þjóna sér og vera vitni hans.

  • Þegar þið lesið Jesaja, kapítula 40–49, skuluð þið gæta að tilvikum þar sem Drottinn segir „þjónn“ eða „vitni.“ Til hvers er hann að vísa? Gætið að versum sem kenna hvernig þið getið verið vitni og þjónn Drottins, til dæmis Jesaja 44:2.

    Ljósmynd
    Joseph Smith prédikar

    Joseph Smith prédikar, eftir Sam Lawlor © 2001

  • Þegar þið síðan lesið kapítula 41–44, gætuð þið íhugað hvaða vers gætu átt við um köllun ykkar eða þjónustu. Hvað er Drottinn að biðja ykkur að gera og hvernig mun hann hjálpa ykkur?

    Ljósmynd
    þrjár brosandi konur
  • Hvaða tækifæri hafið þið hlotið til að vera þjónn eða vitni Drottins? Dæmi um það gæti verið köllun, trúboð, kennsla fjölskyldu ykkar eða önnur þjónusta. Þið gætuð skráð þessar upplifanir í dagbókina ykkar. Hvað lærið þið af þeim? Hvernig hjálpaði Drottinn ykkur?

    Ljósmynd
    trúboðar þjóna

Prenta