2022
Hvað kennir ritmál Jesaja mér um Jesú Krist?
September 2022


„Hvað kennir ritmál Jesaja mér um Jesú Krist?“ Líahóna, sept. 2022.

Kom, fylg mér

Jesaja 13–14; 24–3035

Hvað kennir ritmál Jesaja mér um Jesú Krist?

lýsing á Jesú Kristi úr biblíumyndböndum

Orð Jesaja, sem voru skrifuð fyrir um 2.700 árum, geta stundum virst yfirþyrmandi eða ruglingsleg. Samt er lestur í Jesajabók ein besta leiðin til að læra meira um Jesú Krist. Nefí vitnaði í Jesaja svo að hann gæti „enn frekar [fengið Nefítana] til að trúa á Drottin lausnara sinn“ (1. Nefí 19:23). Til að skilja Jesaja betur, skuluð þið reyna að einbeita ykkur að kenningum Jesaja um frelsarann.

Leitið að svörum við eftirfarandi spurningum þegar þið lærið þessa kapítula:

  • Hvernig var Eljakím fulltrúi Jesú Krists? (Sjá Jesaja 22:20–25.)

  • Hvað mun Kristur gera fyrir okkur við upprisuna? (Sjá Jesaja 25:8.)

  • Hvernig kennir Kristur fólki sínu? (Sjá Jesaja 28:10.)

  • Hvernig lýsir Jesja endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists á síðari dögum? (Sjá Jesaja 29:14.)

  • Hvernig verður það þegar Kristur kemur aftur? (Sjá Jesaja 35:10.)

„Jesaja talaði ítrekað um græðandi, róandi áhrif frelsarans. … Andi hans græðir; hann fágar; hann huggar; hann andar nýju lífi inn í vonlítil hjörtu. Hann hefur kraftinn til að umbreyta öllu því sem er ljótt, grimmt og einskisvirði í eitthvað fullt af óviðjafnanlegum og dýrðlegum ljóma. Hann hefur kraftinn til að umbreyta ösku jarðlífsins í fegurð eilífðar“ (Tad R. Callister, The Infinite Atonement [2000], 206–7).