„Hvað kennir ritmál Jesaja mér um Jesú Krist?“ Líahóna, sept. 2022.
Kom, fylg mér
Hvað kennir ritmál Jesaja mér um Jesú Krist?
Orð Jesaja, sem voru skrifuð fyrir um 2.700 árum, geta stundum virst yfirþyrmandi eða ruglingsleg. Samt er lestur í Jesajabók ein besta leiðin til að læra meira um Jesú Krist. Nefí vitnaði í Jesaja svo að hann gæti „enn frekar [fengið Nefítana] til að trúa á Drottin lausnara sinn“ (1. Nefí 19:23). Til að skilja Jesaja betur, skuluð þið reyna að einbeita ykkur að kenningum Jesaja um frelsarann.
Leitið að svörum við eftirfarandi spurningum þegar þið lærið þessa kapítula:
-
Hvernig var Eljakím fulltrúi Jesú Krists? (Sjá Jesaja 22:20–25.)
-
Hvað mun Kristur gera fyrir okkur við upprisuna? (Sjá Jesaja 25:8.)
-
Hvernig kennir Kristur fólki sínu? (Sjá Jesaja 28:10.)
-
Hvernig lýsir Jesja endurreisn fagnaðarerindis Jesú Krists á síðari dögum? (Sjá Jesaja 29:14.)
-
Hvernig verður það þegar Kristur kemur aftur? (Sjá Jesaja 35:10.)
„Jesaja talaði ítrekað um græðandi, róandi áhrif frelsarans. … Andi hans græðir; hann fágar; hann huggar; hann andar nýju lífi inn í vonlítil hjörtu. Hann hefur kraftinn til að umbreyta öllu því sem er ljótt, grimmt og einskisvirði í eitthvað fullt af óviðjafnanlegum og dýrðlegum ljóma. Hann hefur kraftinn til að umbreyta ösku jarðlífsins í fegurð eilífðar“ (Tad R. Callister, The Infinite Atonement [2000], 206–7).