2022
Veljið að vera hugarfarslega andleg
September 2022


„Vera hugarfarslega andleg,“ Líahóna, sept. 2022.

Veljið að vera hugarfarslega andleg

Að viðhalda andlegum framförum á vegi fagnaðarerindisins, er eins og að stíga reiðhjól – hvort tveggja krefst kostgæfni og erfiðis.

Ljósmynd
hjól

Teikningar: Dilleen Marsh

Að takast á við breytingar og vita hvað á að gera á erfiðum tímum, er ein af hinum óvenjulegu blessunum þess að vera trúr meðlimur kirkju Drottins. Gjöf heilags anda eru þau forréttindi að hljóta stöðuga leiðsögn og innblástur þegar við erum trúföst.

Líf, friður, leiðsögn og vernd

Páll postuli sagði: „Hyggja andans [er] líf og friður“ (Rómverjabréfið 8:6; sjá einnig vers 5).

Að velja að vera hugarfarslega andlegur, með því að lifa lífi sem er verðugt hinum mildu fortölum heilags anda, mun gera ykkur kleift að hljóta leiðsögn við ákvarðanir ykkar og njóta verndar gegn bæði líkamlegum og andlegum hættum. Fyrir milligöngu heilags anda, getið þið hlotið gjafir andans, ykkur og þeim sem þið elskið og þjónið til farsældar. Samskipti hans við anda ykkar veitir miklu meiri fullvissu, en öll samskipti sem ykkur standa til boða með ykkur náttúrulegu skilningarvitum.

Hvernig getið þið lifað hugarfarslega andlegra lífi og hlotið leiðsögn frá heilögum anda í ríkara mæli?

1. Verið í samhljóm við himneskan föður okkar og frelsarann.

Þegar við erum í samhljómi við himneskan föður, njótum við samfélags anda hans. Þegar við gerum þann samhljóm að forgangi í lífi okkar, komumst við nær honum og syni hans, „Jesú Kristi, sem hann hefur sent“ (Kenning og sáttmálar 132:24).

2. Elskið Guð.

Að elska himneskan föður og rækta samband við hann í bæn, gerir okkur kleift að hafa hann í huga okkar og hjarta.

Fyrir vitnisburð sinn um kærleika Guðs til okkar og fyrir persónulegan vitnisburði sinn um Jesú Krist, vísaði Jóhannes postuli á bug þeirri fölsku trúarhugmynd að hjálpræði væri hægt að hljóta með öðrum hætti en með trú á Jesú Krist. Jóhannes bauð lesendum sínum að upplifa gleðina af því að vera í samhljóm við föðurinn og soninn (sjá 1. Jóhannesarbréf 1:3). Hann bætti við:

„Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. …

Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu“ (1. Jóhannesarbréf 2:15, 17).

Í þessu lífi getum við fundið kærleika Guðs í samfélagi anda hans. Þegar við gerum vilja föður okkar á himnum og kappkostum að halda okkur á veginum sem leiðir okkur til hans, getur heilagur andi leiðbeint okkur.1

3. Hafið hugfast það sem frelsarinn gerði fyrir okkur.

Ljósmynd
piltur útdeilir sakramentinu

Fyrirheitið í báðum sakramentisbænunum er „að þau [sem neyta hafi] … [andi] hans sé ætíð með þeim“ (Kenning og sáttmálar 20:77, 79). Við tökum sakramentið í hverri viku vegna þess að við viljum varðveita og leggja rækt við andlegt eðli okkar.

Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, hefur kennt: „Þegar við förum lengra frá veraldleikanum, upplifum við okkur nær föður okkar á himnum og hæfari til að taka á móti leiðsögn anda hans. Við köllum þessi lífsgæði andríki.“ Oaks forseti bætti við: „Hvernig við túlkum reynslu okkar segir líka til um okkar andlega stig. … Við sem höfum vitnisburð um fagnaðarerindi Jesú Krists ættum að túlka reynslu okkar út frá þekkingu okkar á tilgangi lífsins, hlutverki frelsara okkar og eilífum örlögum barna Guðs.“2

4. Bera kennsla á andlega hluti.

Ég votta að andríki er blessun stöðugrar viðleitni okkar. Þegar við leitumst við að bera kennsl á og fylgja hvatningu andans, er okkur auðveldara að greina hluti Guðs frá hlutum heimsins.

Öldungur Quentin L. Cook, í Tólfpostulasveitinni, sagði: „Rétt eins og endurtekningar og stöðugrar áreynslu er krafist til að öðlast líkamlega eða tilfinningalega getu, þá á það sama við í andlegum efnum.”3

Þróa eigið andríki

Þökk sé framsýni kirkjuleiðtoga að við höfum mörg frábær verkfæri til að hjálpa okkur að efla andlega trú okkar. Hugsið um þróun smáforritsins Gospel Library, sem gerir það bókstaflega mögulegt að hafa hinar máttugu ritningar og trúarnámsefni alltaf í vasa sínum. Hugsið um breytingar í tengslum við þjónustu sem hvetja til notkunar tækni við að liðsinna öðrum. Íhugið hið heimilismiðaða, kirkjustudda námsefni Kom, fylg mér, sem getur aukið andríki okkar hvar sem við erum.

Við þurfum ekki að vera í andlegri sóttkví með öll þessi tiltæku úrræði! Við getum unnið saman, gripið hvert tækifæri til að vera hugarfarslega andleg, hvatt til lífs og friðar og meðvitað gert andlega hluti að órjúfanlegum hluta lífs okkar. Ritningarnar kenna: „Ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð [og] bindindi“ (Galatabréfið 5:22–23).

Setjið og vinnið að andlegum markmiðum

Andlega innstilltur einstaklingur leitast við að efla andlega hugsun sína og spyr þegar hann setur sér markmið: „Leggja markmið mín næga áherslu á mínar andlegu þarfir?

Andlega innstilltur einstaklingur leitast við að vita hvernig á að fylgja andlegum hugboðum og bregst síðan við þeim. Þess vegna er markmiðasetning fyrir andlegan vöxt nauðsynleg.

Annie, fimm ára gamalt barnabarn okkar, setti sér það markmið að læra að hjóla. Hún æfði sig og náði fljótt tökum á því, svo foreldrar hennar fóru með hana í fjölskylduhjólatúr.

Á meðan þau voru að hjóla, lýsti móðir Annie undrun yfir því hversu vel Annie hafði hjólað upp hæð og yfir brú. Annie deildi leyndarmálinu um velgengni sína: „Ég held mér bara fast, mamma, og held áfram að hjóla.

Við verðum að gera það sama. Það er með því að stíga pedalana sem við höldum jafnvæginu. Hinar einföldu, daglegu athafnir að biðja, læra ritningarnar og fylgja spámannlegri leiðsögn, gera okkur mögulegt að þroskast áfram andlega, þrátt fyrir hæðir, heimsfaraldur og breytingar í lífinu.

Ljósmynd
fjölskylda virðir ritningarnar fyrir sér í sameiningu

Russell M. Nelson forseti sagði: „Þegar sterkasta þrá okkar verður að láta Guð ríkja, að verða hluti af Ísrael, munu svo margar ákvarðanir verða einfaldari. Svo mörg vandamál leysast! … Þið vitið hverju þið viljið fá áorkað. Þið vitið hvers konar manneskja þið viljið verða.“4

Þegar þið einbeitir ykkur að því sem raunverulega skiptir máli, munið þið sjá að ferlið við að styrkja andríki ykkar sjálfra og verða hugarfarslega andleg, getur verið einfalt, þó það krefjist áreynslu og kostgæfni. Haldið ykkur því fast og haldið áfram að hjóla!

Nærið ykkar andlegu Líahóna

Í ykkur er togað í svo margar áttir, af svo mörgum röddum þessa heims, að þið gætuð stundum efast um hvaða stefnu þið ættuð að taka. Munið að ykkar andlega Líahóna virkar best þegar þið greinið rödd andans frá röddum heimsins.

Heilagur andi er kyrrlátur, skýr og hughreystandi. Hann gefur sérstaka leiðsögn til að færa ykkur frið og von. Hann starfar í fullkominni einingu við himneskan föður og Jesú Krist og gegnir nokkrum hlutverkum við að hjálpa ykkur að lifa réttlátlega og hljóta blessanir fagnaðarerindisins.

„Endanleg uppspretta andlegs máttar er Guð faðir okkar,“ sagði Nelson forseti. „Sendiboði þessa máttar er heilagur andi. Þetta afl er frábrugðið raforku. Rafmagnstæki eyðir orku. Notkun hans andlega máttar endurnýjar mátt okkar. Þótt rafmagn sé aðeins hægt að nota í mældan tíma, er hægt að nota andlegan mátt um tíma og eilífð!“5

Haldið áfram að stíga pedalana til að verða andlega innstillt og setjið ykkur andleg markmið. Notið þau fjölmörgu úrræði sem ykkur standa til boða til að styrkja anda ykkar.

Ég ber vitni um að það er sannlega líf og friður að vera andlega innstillt (sjá 2. Nefí 9:39), að lífsgæði okkar batna þegar við erum í samhljóm við föðurinn og soninn og að Guð elskar okkur og er minnugur okkar og þarfa okkar.

Úr trúarræðunni „To Be Spiritually Minded Is Life and Peace,” sem flutt var í Brigham Young háskóla, 9. febrúar 2021. Hér má lesa alla ræðuna á ensku: speeches.byu.edu.

Heimildir

  1. Öldungur Bruce R. McConkie (1915–85) kenndi: „Að eiga samfélag við Drottin í þessu lífi, er að njóta samfélags við heilagan anda hans“ (Doctrinal New Testament Commentary [1973], 3:374).

  2. Dallin H. Oaks, „Spirituality,“ Ensign, nóv. 1985, 61.

  3. Quentin L. Cook, „Grundvöllur trúar okkar,“ aðalráðstefna, apríl 2017.

  4. Russell M. Nelson, „Lát Guð ríkja,“ aðalráðstefna, október 2020.

  5. Sjá Russell M. Nelson, „Protect the Spiritual Power Line,“ Ensign, nóv. 1984, 31.

Prenta