„Leita andlegrar leiðsagnar,“ Líahóna, september 2022.
Fyrir foreldra
Leita andlegrar leiðsagnar
Kæru foreldrar,
í þessu tölublaði tímaritsins, miðla þrír aðalvaldhafar kenningum og segja frá eigin reynslu og fjölskyldu sinnar um hvernig eigi að leita, finna og fylgja andlegri leiðsögn.
Trúarlegar umræður
Treystið á vitnisburð ykkar
Á síðu 4 segir öldungur Ronald A. Rasband sögu úr ættarsögu sinni, til að kenna þá reglu að frelsari okkar mun ekki yfirgefa okkur. Lesið grein hans og ræðið hvernig hinir fyrstu heilögu treystu á vitnisburð sinn um Jesú Krist og sáluhjálparáætlun himnesks föður.
Ráðgast við Drottin
Á síðu 30 lýsir öldungur Patricio M. Giuffra því hvernig hann, sem unglingur er snerist til trúar á kirkjuna, ákvað að þjóna í trúboði og stunda háskólanám. Hann miðlar síðan svari sínu við spurningunni: Hvað gerir þú þegar persónuleg opinberun stangast á við heilbrigða skynsemi?
Hljóta leiðsögn frá andanum
Hvernig getum við haft meira gagn af gjöf heilags anda í lífi okkar? Öldungur José A. Teixeira fjallar um þetta efni á síðu 40. Lesið grein hans og ræðið hvernig þið getið fengið ríkari leiðsögn frá andanum.
Kom, fylg mér Fjölskylduskemmtun
Ígrundið veginn
-
Setjið mynd af frelsaranum öðrum megin í stórt opið svæði eða herbergi.
-
Standið hinum megin í herberginu. Skiptist á við að binda fyrir augun á hverjum fjölskyldumeðlim, snúa þeim í hring og athuga hvort þeir geti gengið hjálparlaust að myndinni af Jesú Kristi.
-
Lesið Orðskviðina 4:26–27
Umræða: Hvers konar hjálp hefur okkur verið veitt í þessu lífi til að halda okkur á vegi sem liggur til Jesú Krists? Lesið Orðskviðina 3:5–6 til frekari umræðu. Hvaða þurfum við að gera til að treysta Drottni af öllu hjarta?