2022
Aðferð til að forðast stöðnun
September 2022


„Aðferð til að forðast stöðnun,“ Líahóna, sept. 2022.

Aðferð til að forðast stöðnun

„Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum“ (Lúkas 2:52) og það getum við líka.

Ljósmynd
maður horfir á sólsetur

Ljósmynd eftir Judith Ann Beck

Finnst ykkur þið vera stöðnuð?

Þótt við reynum að lifa eftir fagnaðarerindinu sem einhleypt ungt fólk, getur verið erfitt að einblína ekki á ákveðna þætti í eigin lífi, sem við hefðum viljað að væru öðruvísi. Stundum virðist okkur líða eins og við séum stöðnuð í eigin framþróun. Mér finnst þær tilfinningar að vera staðnaður á ákveðnum sviðum koma og fara og þær geta verið viðvarandi í daga, mánuði og jafnvel vaxa smám saman árum saman. Ég hef alltaf haft margar ástæður til að vera hamingjusamur og líða vel með lífið, en á einum tímapunkti hvolfdist þessi tilfinning stöðnunar einkar þungt yfir mig.

Á þeim tíma, bað frændi minn á unglingsaldri um að fá að verja tíma með mér. Honum var ljóst að hann þyrfti að setja sér markmið fyrir lífið og bað mig um leiðsögn. Mér fannst ég ekki endilega vera í sterkri stöðu til að bjóða upp á mikla visku, en ég ljáði honum eyra. Ég vissi að ég gat „ákallað“ Drottin um hjálp (sjá Alma 34:17–27) og beðið þess að geta sagt eitthvað innihaldsríkt við hann. Sem svar við því, varð mér hugsað um Lúkas 2:52: „Og Jesús þroskaðist að visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum.“

Þegar ég reyndi að einbeita mér að þörfum frænda míns í stað minna eigin, fór eitthvað að breytast í mér. Ég og frændi minn töluðum um hvernig Kristur þroskaðist andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega og að við gætum það líka. Þótt þarfir frænda míns væru aðrar en mínar, áttu þessi fjögur vaxtarsvið við um okkur báða. Þegar við ræddum um þetta ritningarvers, áttaði ég mig á að ég var að svara mínum eigin spurningum um lausn við stöðnun.

Breyta áherslum mínum, fylgja áætlunum

Þegar ég lagði kapp á að vaxa á sama hátt og frelsarinn, breyttist viðhorf mitt og það leiddi til aukinna blessana. Russel M. Neslon forseti sagði: „Gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með okkar lífsins aðstæður, en þess meira með það sem við einblínum á í lífinu.1 Viðleitni mín til að vaxa meira eins og Jesús Kristur gerði, hjálpaði við að draga athyglina frá aðstæðum sem höfðu altekið huga minn og beina henni að sviðum sem ég gæti unnið að af árangri. Mér tókst að fara frá innri hugsunum, yfir í ytri athafnir.

Ég íhugaði einlæglega hvernig ég gæti vaxið á hverju sviðanna sem tilgreind eru í Lúkasi 2:52, allt frá því að fara oftar í musterið til þess að ljúka langri hjólakeppni.

Ljósmynd
Memphis-musterið, Tennessee

Ljósmynd af Memphis-musterinu í Tennessee, eftir James Whitney Young

Á hverju sviði markmiða minna, gerði ég nokkrar athuganir:

  1. Þegar ég var að vinna að einu markmiði fannst mér Kristur oft styrkja mig andlega, félagslega, líkamlega og vitsmunalega, allt út frá þessu eina markmiði.

  2. Sjaldan, eða nokkurn tíma, gerðist það að eitthvað eitt markmið einskorðaðist við aðeins eitt vaxtarsviðanna – þau virtust hafa samverkandi áhrif og byggja á hvert öðru. Framfarir á einu sviðanna leiddi líka til framfara á öllum hinum sviðunum. Vanræksla á einhverju sviði, hafði sömuleiðis áhrif á öll önnur svið. Ég áttaði mig á að hvert svið verðskuldaði athygli.

  3. Næstum hvert markmið fól í sér annað fólk – annaðhvort að læra af því eða miðla því hugsunum og upplifunum – og dýpkaði sambönd okkar.

Finna og deila gleði í Kristi

Mér gefst stöðugt tækifæri til að fylgjast með og verða innblásinn af vexti annarra og ég vona að ég geti gert það sama fyrir þau. Ég ræddi nýlega við einhleypan vin sem finnst hann staðnaður og svekktur á einhverjum aðstæðum lífsins. Ég hlustaði til að skilja og gat síðan miðlað reynslu sem hjálpaði mér og vísaði líka á hvert vaxtarsviðanna og frelsarann.

Þótt öll svið lífsins sem mér fannst ég vera staðnaður á fyrir mörgum árum hafi ekki breyst, þá hef ég breyst, því ég hef lært að einbeita mér meira að frelsaranum og reynt að vaxa eins og hann. Eins og Nelson forseti sagði: „Það er margt sem við getum haft stjórn á. Við ráðum hvernig við forgangsröðum og hvernig við notum krafta okkar, tíma og úrræði. Við veljum þá sem við viljum leita til, til að fá sannleika og leiðsögn.“2 Hverjar sem aðstæður okkar eru, þá geta vaxtarsviðin í Lúkasi 2:52 hjálpað okkur að breyta áherslum okkar og finna frekari gleði og framfarir, með hjálp himnesks föður og frelsarans.

Höfundur býr í Tennessee, Bandaríkjunum.

Prenta