2022
Sannreyndu að þið séuð skyld
September 2022


„Sannreyndu að þið séuð skyld,“ Líahóna, sept. 2022.

Frá Síðari daga heilögum

Sannreyndu að þið séuð skyld

Ég hélt að Drottinn væri að biðja hins ómögulega, en ég hafði rangt fyrir mér.

stækkunargler og ættfræðiskýrsla

Öldruð nágrannakona mín og sonur hennar bjuggu nokkrum íbúðum frá fjölskyldu minni. Hún varð okkur kær. Eftir að sonur hennar lést, veiktist hún og var bundin við rúmið sitt. Við önnuðumst hana þar til hún lést þremur mánuðum síðar.

Eftir dauða þeirra, vildi ég að helgiathafnir musterisins yrðu framkvæmdar fyrir þessa fjölskyldu. Þar sem við vorum ekki skyld, þá var það ekki valkostur. Dag einn kom skýr hugsun upp í huga minn: „Sannreyndu að þið séuð skyld og þú getur unnið musterisverkin fyrir þau.“1 Ég hélt að Drottinn væri að biðja hins ómögulega, en orðið sannreyna hélt áfram að koma upp í huga minn.

Ættingjar nágranna míns byrjuðu að flytja eignarhald íbúðar hennar, en þá vantaði vottorð til að sannreyna samband þeirra, jafnvel eftir að við leituðum í skjalasafni ríkisins.

Andinn sagði mér að eitthvað hefði farið fram hjá okkur. Með samþykki þessara ættingja, leitaði ég í íbúðinni hennar að skjölum. Í horni íbúðarinnar fann ég nokkra poka fulla af gömlum pappírum. Ég hafði á tilfinningunni að pokarnir væru mikilvægir.

Ég lauk við að fara í gegnum tvo poka og hófst svo handan við þann þriðja. Ég var næstum komin að botni pokans þegar ég þreifaði á kápu minnisbókar. Í kápuvasa minnisbókarinnar fann ég fimm mikilvæg vottorð: fæðingarvottorð nágrannakonu minnar, dánar- og hjónabandsvottorð móður hennar, dánarvottorð ömmu hennar og greftrunarvottorð föður hennar.

Þegar ég og ættingjar nágrannakonu minnar skoðuðum skjölin, stóðu tvö orð upp úr hjá mér: „Vagaysky-hérað,“ í vesturhluta Síberíu. Allt í einu fannst mér að ég ætti að skoða mitt eigið ættartré. Þegar ég gerði það sá ég að Vagaysky birtist á fjarlægum greinum ættartrés föður míns. Frekari rannsóknir sýndu að ég og látna nágrannakona mín vorum skyldar!

Drottinn hafði þá ekki krafðist hins ómögulega af mér eftir allt saman. Ég get ekki lýst gleði minni yfir því að komast að því að nágrannakona mín var af ættarlínu minni. Þessi hlekkur gerði mér kleift að tryggja að musterishelgiathafnir hennar væru framkvæmdar í framtíðinni.

Drottinn elskar börnin sín. Hann fyrirbjó sáluhjálparáætlunina fyrir alla, þar á meðal fyrir nágrannakonu mína og son hennar.

Heimildir

  1. Ef hinn látni fæddist á síðustu 110 árum og sá sem vill framkvæma helgiathafnirnar er ekki náinn ættingi, verður að fá leyfi til þess frá nánum ættingja (sjá General Handbook: Serving in The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 28.1, ChurchofJesusChrist.org).