2023
Boð frelsarans um að miðla ljósi sínu
Júlí 2023


„Boð frelsarans um að miðla ljósi sínu,“ Líahóna, júlí 2023.

Velkomin í þessa útgáfu

Boð frelsarans um að miðla ljósi sínu

Ljósmynd
Jesús og lærisveinar á veginum til Emmaus

Á veginum til Emmaus, eftir Wendy Keller, með góðfúslegu leyfi frá Havenlight

Áður en hinn upprisni Kristur steig upp til himna, bauð hann postulum Nýja testamentisins að vera vitni um sig, „allt til endimarka jarðarinnar“ (Postulasagan 1:8). Postularnir voru innblásnir af þessari ábyrgð og „létu þeir eigi af að kenna … að Jesús sé Kristur“ (Postulasagan 5:42).

Öldungur Quentin L. Cook, nútíma postuli, útskýrir í grein sinni í þessu blaði hvernig við getum miðlað fagnaðarerindi frelsarans þrátt fyrir misbresti okkar. Hann skrifar: „Þegar við lifum eftir fagnaðarerindinu, elskum og þjónum, stöndum sterk frammi fyrir freistingum og áreiti og gefum vitnisburð í orði og verki, þá löðum við aðra til Jesú Krists“ (síða 4).

Með því að færast sjálf nær frelsaranum, prédikum við með vitnisburði og fordæmi. Ef við virðum sáttmála okkar og leitum leiðsagnar hans í gegnum orð spámanna, verður hann mitt á meðal okkar, eins og ég útskýri í grein minni í þessu blaði (sjá síðu 40).

Við skulum íhuga eigin skyldu og köllun til að miðla ljósi frelsarans með þeim sem umhverfis okkur eru, er við lærum um þjónustu postulanna í Kom, fylg mér í þessum mánuði. Kristur reis upp til himna fyrir löngu, en þegar við biðjum hann um að „[vera] hjá okkur“ (Lúkas 24:29) núna, mun hann ganga með okkur, eitt skref í einu.

Öldungur Patricio M. Giuffra

af hinum Sjötíu

Prenta