2023
Hvernig lifir maður eftir kenningu Krists?
Júlí 2023


„Hvernig lifir maður eftir kenningu Krists?,“ Líahóna, júlí 2023.

Kom, fylg mér

Postulasagan 2

Hvernig lifir maður eftir kenningu Krists?

Ljósmynd
göngustígur sem sýnir fimm kenningaratriði

Myndskreyting: Vicky Scott

Eftir úthellingu andans á hvítasunnu, vitnuðu Pétur og hinir postularnir um Krist og kenndu kenningu hans. Fólkinu fannst sem „stungið væri í hjörtu þeirra“ og spurði: „Hvað eigum við að gera?“ (Postulasagan 2:37). Pétur bauð þeim að iðrast, láta skírast og taka við gjöf heilags anda (sjá Postulasagan 2:38). Um 3.000 manns „veittu orði hans viðtöku [og] tóku skírn“ (Postulasagan 2:41).

Að beita kenningu Krists, færir okkur nær honum. Íhugið hvernig þið getið beitt þessum fimm kenningaratriðum:

  1. Trú á Drottin Jesú Krist: Hvaða venjur og athafnir kynda undir trú ykkar á Jesú Krist?

  2. Iðrun: Hvernig er hægt að gera iðrunarferlið gleðiríkt?

  3. Skírn: Hvað gerið þið til að lifa eftir skírnarsáttmála ykkar?

  4. Gjöf heilags anda: Hvaða aðstæður og athafnir veita ykkur sem bestan aðgang að hvatningu andans?

  5. Standast allt til enda: Hvernig hefur það að halda sáttmála ykkar, hafa von í Kristi og halda fast í járnstöngina hjálpað ykkur að standast erfiðar raunir? Sjá Jeremía 17:7; 2. Nefí 31:20; Eter 12:4.

Prenta