2023
Allir hafa þörf fyrir fagnaðarerindið
Júlí 2023


„Allir hafa þörf fyrir fagnaðarerindið,“ Líahóna, júlí 2023.

Allir hafa þörf fyrir fagnaðarerindið

Ég hafði gert ráð fyrir því að þjóna í trúboði, en eftir framhaldsskóla hélt ég að ég þyrfti ekki að þjóna – þangað til ég fékk starf við að vinna með stúlkum sem höfðu orðið fyrir misnotkun. Þá sá ég að allir hefðu þörf fyrir fagnaðarerindið.

Ljósmynd
kona heldur á smápeningi

Týndi smápeningurinn, eftir Harold Copping © Providence Collection / með leyfi frá Goodsalt.com

Þegar ég var í Barnafélaginu, man ég ekki hversu oft kennararnir spurðu hver meðal okkar hugðist þjóna í fastatrúboði. Ungur hugur minn sagði alltaf að ég myndi gera það.

Móðir mín sýndi mér hve mikilvæg samansöfnun Ísraels væri, með því að hjálpa fastatrúboðunum að kenna og miðla fagnaðarerindinu. Ég fór með henni í eitt skipti, til að finna heimili systur í deildinni sem ekki hafði komið í kirkju í nokkurn tíma. Við villtumst næstum, því við vissum ekki nákvæmlega hvar hún bjó. Í stað þess að ergja sig, leitaði móðir mín kostgæfilega að heimili systurinnar. Líkt og konan í dæmisögunni um týndu drökmuna (sjá Lúkas 15:8–10), þá fann hún systurina og gladdist.

Það að móðir mín hafi gert sitt allra besta í verki Drottins, ekki aðeins við að miðla fagnaðarerindinu en einnig í öðrum kirkjuköllunum, hefur hjálpað mér að skilja að allir þurfa að þjóna Drottni, jafnvel í smáu.

Þegar árin liðu, útskrifaðist ég úr trúarskóla yngri deildar, hlaut medalíu Stúlknafélagsins, útskrifaðist úr framhaldsskóla og byrjaði að vinna. Smám saman varð tilfinningin um að verða fastatrúboði minna í forgangi. Jafnvel þótt ég væri enn virk og uppfyllti kallanir mínar í kirkjunni, sagði ég við sjálfa mig: „Það er í lagi að þjóna ekki í fastatrúboði, þar sem það er ekki skylda fyrir mig. Ég er systir og get þjónað Drottni á ýmsan annan hátt.“

Það sem fékk mig til að skipta um skoðun

Þegar ég var 22 ára fékk ég tækifæri til að vinna í miðstöð þar sem ég þjónaði stúlkum sem höfðu upplifað misnotkun og vanrækslu. Ég var miður mín þeirra vegna. Ég sá að misnotkunin braut þær niður sálarlega og svifti þær sjálfsvirðingu. Sumar þeirra reyndu sjálfsvíg. Aðrar vildu ekki treysta neinum. Margar þeirra höfðu enga von í lífinu og fundu ekki fyrir elsku frelsarans.

Ég spurði mig oft: „Hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa misnotkun? Hvað ef ódæðismennirnir hefðu meðtekið fagnaðarerindið? Hvað ef foreldrar þeirra hefðu orðið meðlimir kirkjunnar áður en stúlkurnar fæddust?“ Ég áttaði mig á því að þessar stúlkur hefðu ef til vill ekki upplifað þessar raunir ef foreldrar þeirra og brotamenn hefðu tekið á móti og lifað eftir fagnaðarerindinu.

Íhugun þessara spurninga og vinnan við miðstöðina gerðu mér kleift að sjá að allt fólk hefur þörf fyrir fagnaðarerindið. Líkt og barátta liðsveitar Helamans í Mormónsbók fyrir trú sinni og fjölskyldu, þá þarf Drottinn á fastatrúboðum að halda til að miðla fagnaðarerindi sínu og vernda ríki sitt.

Upplifanir sem ég átti með þessum stúlkum í miðstöðinni, hvöttu mig til að ganga þann veg sem Drottinn vildi að ég færi. Ég ákvað að ég þyrfti að ganga í liðsveit trúboða Drottins. Hann sá þessa þrá og ég var kölluð til þjónustu í Cauayan-trúboðinu á Filippseyjum.

Þjóna í trúboði

Á trúboðinu sá ég hvernig fólk breyttist þegar það lærði um fagnaðarerindið. Ég kenndi fólki sem vissi ekki hvernig ætti að fyrirgefa, sem reykti og drakk, sem var dramblátt, sem kunni ekki að biðjast fyrir. Það tók sinnaskiptum sökum fagnaðarerindisins, til að verða verðugt þess sem Guð hefur heitið: eilífu lífi.

Ég hef lært að vegna friðþægingar frelsarans, getur hver sem er farið inn á eða snúið aftur á hinn krappa og þrönga veg með iðrun. Fagnaðarerindi Jesú Krists mun hjálpa okkur að breytast og taka framförum í átt að fullkomnun og vera verðug hinna miklu blessana sem himneskur faðir hefur fyrirbúið okkur. Þessar breytingar gætu verið frá sorg í gleði, frá óreiðu til friðar, frá reiði til fyrirgefningar, frá veikleika til styrks, frá hatri til elsku.

Ég er svo blessuð fyrir að vera meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Fagnaðarerindi Jesú Krists hjálpar mér að skilja eigið virði sem dóttur himneskra foreldra, jafnvel í slæmum aðstæðum. Faðir okkar á himnum veitir mér alltaf huggun með heilögum anda. Ritningarnar eru áttaviti minn þegar ég er ráðvillt og þarf að taka ákvarðanir.

Fjölskylda mín og ég keppum að því að standast trúföst allt til enda. Ég er þakklát fyrir að vera gift karlmanni sem hefur prestdæmið og á sterkan vitnisburð um hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists. Sáttmáli minn við Drottin er ekki bara fyrir sjálfa mig, heldur fyrir fjölskyldu mína og ríki hans.

Höfundur býr á Filippseyjum.

Prenta