2023
Miðla fagnaðarerindi Jesú Krists
Júlí 2023


„Miðla fagnaðarerindi Jesú Krists,“ Líahóna, júlí 2023.

Helstu trúarreglur

Miðla fagnaðarerindi Jesú Krists

Ljósmynd
stúlka með ritningar opnar í kjöltunni

Þegar við hugsum út í þær blessanir sem við hljótum vegna þess að við erum meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, viljum við miðla fagnaðarerindinu með ástvinum okkar. Við getum miðlað vitnisburði okkar um sannleikann með orðum og fordæmi okkar. Við getum beðið fyrir innblæstri til að vita hverjum eigi að miðla og hvað skuli segja.

Ljósmynd
Jesús réttir sjúkum manni höndina

Elska aðra

Mikilvægur hluti þess að miðla fagnaðarerindinu er að elska aðra. Hvenær sem við sýnum öðrum elsku með kristilegri breytni, þá miðlum við fagnaðarerindi Jesú Krists – stundum þó að við segjum ekki aukatekið orð. Þegar fólk veit að okkur þykir einlæglega vænt um það, þá gæti það verið viljugra til að hlusta á hugsanir okkar um fagnaðarerindið. (Sjá Gary E. Stevenson, „Elska, miðla, bjóða,“ aðalráðstefna, apríl 2022.)

Miðla eðlilega og blátt áfram

Við getum miðlað því sem við elskum um fagnaðarerindið. Þegar við gerum það í daglegu lífi verður það ekki vandræðalegt eða óþægilegt. Við getum til dæmis rætt við fjölskyldu okkar og vini um það sem við gerum á sunnudögum. Við getum líka sagt þeim frá gleðinni sem við finnum er við þjónum öðrum. (Sjá Dieter F. Uchtdorf, „Trúboðsstarf: Að gefa af hjartans lyst,“ aðalráðstefna, apríl 2019.)

Bjóðið öðrum að ganga til liðs við okkur

Við getum boðið öðrum að læra meira um fagnaðarerindið. Við getum til dæmis boðið þeim að koma á kirkjufund eða viðburð, lesa Mormónsbók, horfa á kirkjumyndband eða að hitta trúboðana. Þessar upplifanir geta hjálpað þeim að finna fyrir andanum og vilja læra meira.

Ljósmynd
tvær eldri konur sitja og spjalla

Spyrjið um upplifun þeirra

Við getum spurt vini og fjölskyldumeðlimi um upplifun þeirra, eftir að þeir hafi komið í kirkju eða fengið lexíu hjá trúboðunum. Sumar kenningar fagnaðarerindisins eru ef til vill nýjar fyrir þeim, þá getum við svarað spurningum þeirra. Við getum sýnt þeim elsku okkar og stuðning í viðleitni þeirra til að koma til Krists.

Auka við trú þeirra

Við kunnum að meta og virðum trú annarra og reynum að auka við þá trú sem nú þegar er til staðar. Vinur sem fundið hefur huggun í ritningarversum Biblíunnar gæti t.d. líka fundið huggun í kenningum sem við miðlum úr Mormónsbók.

Ljósmynd
stúlkur hjálpa eldri konu yfir götu

Liðsinna nýjum meðlimum kirkjunnar

Þegar fólk gengur í kirkjuna, getum við hjálpað við að efla trú þess. Við getum verið því vinur, svarað spurningum þess og stutt það er það hlýtur köllun. Við getum hvatt það til að halda áfram að fylgja Jesú Kristi og læra um fagnaðarerindi hans.

Ljósmynd
tveir öldungar í trúboði og maður horfa saman á síma

Þjóna í fastatrúboði

Auk þess að miðla fagnaðarerindinu í daglegu lífi, geta meðlimir kirkjunnar einnig verið kallaðir til þjónustu sem fastatrúboðar. Ef þeir eru tilbúnir, geta piltar hafið þjónustu við 18 ára aldur. Stúlkur og eldri fullorðnir einstaklingar geta líka þjónað. Þið getið fundið frekari upplýsingar á ChurchofJesusChrist.org/callings/missionary.

Prenta