2023
Þjóna með kærleika
Júlí 2023


„Þjóna með kærleika,“ Líahóna, júlí 2023.

Reglur hirðisþjónustu

Þjóna með kærleika

Við getum haft djúpstæð áhrif með því að sýna elsku á eðlilegan hátt.

Ljósmynd
placeholder altText

Hvernig Dorkas hjálpaði hinum fátæku, Classic Bible Art Collection / með leyfi frá Goodsalt.com

Fordæmi um kærleika

Tabíþa (einnig þekkt sem Dorkas) var lærisveinn Jesú Krists sem bjó í Joppe. Hún var þekkt sem kona sem var „mjög góðgerðasöm og örlát“ (Postulasagan 9:36). Fólk unni henni því hún lagði sig svo fram við að elska aðra. Líkt og frelsarinn, þá varði hún lífinu í þjónustu. Hún hafði kunnáttu og hæfileika sem hún notaði til að láta að sér kveða.

Hún var meðal annars leikin í því að búa til kyrtla og yfirhafnir, sem fóru að minnsta kosti að einhverju leiti til þurfandi ekkna. Hún var himnasending þeim sem hlutu gjafir hennar. Þegar Pétur vitjaði hennar eftir dauða hennar, „[komu] allar ekkjurnar … til hans grátandi og sýndu honum kyrtla og yfirhafnir sem Dorkas hafði gert meðan hún var hjá þeim“ (Postulasagan 9:39). Hann var svo hrærður að hann reisti hana upp frá dauðum, sem leiddi marga til trúar á frelsarann (Postulasagan 9:40–42).

Þjóna með kærleika

Kærleikur er elskan sem Jesús ber til okkar og elskan sem hann væntir þess að við berum hvert til annars. Það þýðir að elska náunga okkar eins og okkur sjálf (sjá Matteus 22:37–39), koma fram við þá af sömu samúð, þolinmæði og miskunnsemi og við myndum óska okkur sjálfum (sjá Matteus 7:12). Það þýðir að þjóna þeim, eins og Tabíþa, og nota þær gjafir og hæfileika sem okkur hafa verið gefin.

Við getum haft djúpstæð áhrif með því að sýna elsku okkar á þann hátt sem okkur er eðlilegur – jafnvel þótt það sem við gerum sé einfalt. Ef þið hafið hæfileika við saumaskap, gæti það verið leið til að þjóna, en kannski eruð þið betri í að nota sláttuvélar heldur en að sauma. Ef til vill er gjöf ykkar að vita hvernig hægt er að hlusta raunverulega og vera til staðar sem sannur vinur.

Þróa kærleika

Hvernig getum við þróað hinn kristilega eiginleika kærleika?

  • Kærleikur er gjöf sem himneskur faðir veitir öllum þeim sem eru sannir fylgjendur Jesú Krists. „Biðjið … til föðurins, … af öllum hjartans mætti, að þér megið fyllast þessari elsku“ (Moróní 7:48).

  • Mormón kenndi um kærleika: „Kærleikurinn er langlyndur og góðviljaður, og öfundar ekki. Hann hreykir sér ekki upp, leitar ekki síns eigin, reiðist ekki auðveldlega, hugsar ekkert illt, fagnar ekki yfir misgjörðum, heldur fagnar í sannleikanum, þolir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt“ (Moróní 7:45). Þetta eru ekki bara leiðir til að komast að því hvenær þið eruð uppfull af elsku; þetta eru einnig tengdir eiginleikar sem munu leggja sitt af mörkum við að auka getuna til að elska, er við þroskum þá.

  • Samúð kemur í kjölfar samhygðar.1 Þegar við leitumst við að skilja aðra, gefum við kærleikanum betra tækifæri til að vaxa. Venjið ykkur á að spyrja spurninga á gagnlegan og kærleiksríkan hátt og hlusta svo með þolinmæði og skilningi.

  • Iðkið kærleika. Gefið af tíma ykkar og öðrum úrræðum, svo sem fyrirgefningu ykkar, til þeirra sem þarfnast hennar. Thomas S. Monson forseti (1927–2018) kenndi: „Fyrirgefning og kærleikur eiga ætíð að fylgjast að. … Ásakanir kroppa ofan af sárinu. Fyrirgefning fær aðeins grætt það.“2

Heimildir

  1. Sjá „Ministering with Compassion,“ Liahona, júní 2023, 20–21.

  2. Thomas S. Monson, „Kærleikur – kjarni fagnaðarerindisins,“ aðalráðstefna, apríl 2014.

Prenta