2023
Að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu
Júlí 2023


„Að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu,“ Líahóna, júlí 2023.

Fyrir foreldra

Að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu

Ljósmynd
stúlkur skoða ritningar saman

Kæru foreldrar,

Að lifa eftir og miðla fagnaðarerindinu, eru tvær leiðir til að sýna Guði þakklæti okkar. Greinarnar í útgáfu þessa mánaðar leggja áherslu á að gera fagnaðarerindi Jesú Krists að stærri hluta í lífi okkar, hvort heldur með því að efla trú á hann, gera mikilvægar breytingar eða að deila sannleika hans með heiminum. Gleði bíður þeirra sem læra og fylgja kenningum frelsarans og miðla boðskap hans í orði og verki.

Trúarlegar umræður

Miðla fagnaðarerindinu með vitnisburði

Bjóðið hverjum fjölskyldumeðlim að gefa stuttan vitnisburð um trúarreglu sem þeim er kær. Deilið tilvitnunum úr grein öldungs Quentins L. Cook um trúboðsstarf á síðu 4. Íhugið þær trúarreglur sem þið miðluðuð og spyrjið: Hvaða fólki gætum við miðlað þessum reglum?

Finna sig nær Jesú Kristi

Spyrjið börn ykkar hvenær þeim finnst þau vera sem næst Jesú Kristi. Skráið svör þeirra. Útskýrið hinar fimm trúareflandi athafnir öldungs Patricio M. Giuffra (sjá síður 42–43). Íhugið að gera saman sem fjölskylda eina af þessum athöfnum, sem þið eruð sammála um að gæti haft jákvæð áhrif á heimilinu. Búið sameiginlega til áætlun um að einblína á þessa athöfn í þessum mánuði.

Breytingar geta leitt til andlegs vaxtar

Breytingar, bæði væntar og óvæntar, eru hluti af jarðneskri upplifun okkar. Lesið grein öldungs Ciro Schmeil á síðu 30 um hinar ýmsu breytingar í lífi okkar. Hvernig geta þessar breytingar hjálpað okkur að verða líkari frelsaranum?

Kom, fylg mér Fjölskylduskemmtun

Guð elskar öll börn sín

Postulasagan 10

„Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er“ (Postulasagan 10:34–35).

Aðalvaldhafar koma frá ýmsum löndum. Um helmingur þeirra eru bandarískir. Hinir koma frá Mið- og Suður-Ameríku, Asíu, Evrópu, Afríku, Eyjaálfu, Mexíkó og Kanada.

  • Getið þið nefnt postula sem fæddist í Evrópu?

  • Getið þið nefnt postula sem fæddist í Suður-Ameríku?

  • Getið þið nefnt postula sem á foreldra sem komu frá Svíþjóð og Finnlandi?

  • Getið þið nefnt postula sem er hluti fjölskyldu sem kom upphaflega frá Kína?

Við kunnum að koma frá ýmsum stöðum, en Guð elskar okkur öll.

Umræður: Á hvaða hátt erum við eins og annað fólk eða frábrugðin því? Elskar Guð okkur vegna þess hvernig við lítum út eða hvaðan við komum? Lesið söguna af Pétri og Kornelíusi í Postulasögunni 10. Hvað lærðu þeir um að dæma aðra? Hvaða eiginleikar eru Drottni mikilvægir?

Prenta