2023
Óttumst ekki
Júlí 2023


„Óttumst ekki,“ Líahóna, júlí 2023.

Frá Síðari daga heilögum

Óttumst ekki

Ég veit að við verðum hamingjusöm þegar við miðlum fagnaðarerindinu með eins mörgum og við getum.

Ljósmynd
maður með myndavél

Ljósmynd birt með leyfi höfundar

Margir vina minna og bekkjarfélaga, sem ekki eru meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, spurðu mig oft út í kirkjuna. Ég varð að lokum þreyttur á því að svara sömu spurningunum aftur og aftur, svo ég fann lausn á því.

Ég hef gaman af því að búa til myndbönd á Alnetinu til að skemmta fólki. Ég bý til tónlistarmyndbönd, upplýsingamyndbönd og skopstælingar. Einn dag, þegar ég var að hugsa um viðfangsefni næsta myndbands, ákvað ég að taka upp myndband sem svaraði spurningum um kirkjuna.

Ég greip myndavélina. Ég gerði myndbandið án þess að skrifa niður það sem ég ætlaði að segja, en minntist mikilvægra ritningargreina sem ég vildi ræða um. Ég hafði enga hugmynd um hvað myndi gerast. Ég fann bara til hvatningar að gera myndbandið. „Og andinn leiddi mig, og ég vissi ekki fyrirfram, hvað gjöra skyldi“ (1. Nefí 4:6).

Ég hlóð því upp án þess að hafa áhyggjur af því hvernig vinir mínir, bekkjarsystkini og ættingjar – hvort sem þeir væru meðlimir kirkjunnar eða ekki – myndu bregðast við.

Nokkrum vikum eftir að hafa hlaðið upp myndbandinu, byrjaði ég að fá viðbrögð á samfélagsmiðlum. Fólk sem ég þekkti jafnvel ekki, skildi eftir skilaboð og þakkaði mér fyrir myndbandið. Einn einstaklingur byrjaði jafnvel að taka lexíur trúboðanna vegna myndbandsins. Síðar ákvað þessi einstaklingur að láta skírast.

Eftir að hafa gert myndbandið, virtist fólki sem ég þekki, sem ég veit að er ekki í kirkjunni, líka jafn vel við mig og áður – ef til vill betur. Sumir hafa jafnvel hætt að gagnrýna kirkjuna. Aðrir hafa hætt að spyrja sömu spurninganna um kirkjuna, þar sem þeir hafa núna svörin.

Óttumst ekki að gera það sem Drottinn hefur boðið okkur. Hann sagði: „Farið út um allan heim og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni“ (Markús 16:15).

Ég lofa því að við munum ekki sjá eftir því að hafa hlýtt honum.

Prenta