2023
Hvernig leiðir Guð mig til að vinna verk sitt?
Júlí 2023


„Hvernig leiðir Guð mig til að vinna verk sitt?“ Líahóna, júlí 2023.

Kom, fylg mér

Postulasagan 9

Hvernig leiðir Guð mig til að vinna verk sitt?

Ljósmynd
Sál, blindaður, situr á jörðinni

Á veginum til Damaskus, Lifeway Collection / með leyfi frá Goodsalt.com

Þegar við lesum frásögnina af trúskiptum Sáls, veitir svar hans til frelsarans okkur innblástur: „[Drottinn, hvað vilt þú að ég geri?]“ (Postulasagan 9:6). Sem lærisveinar Jesú Krists, spyrjum við oft álíka spurningar þegar við leitumst eftir að taka þátt í verki Drottins.

En hvað gerist eftir að við spyrjum þessarar spurningar? Hvernig hljótum við leiðsögn um vilja Guðs varðandi erfiði okkar?

Vera fús til að bregðast við

Í svari við spurningu Sáls um hvað hann skyldi gera, svaraði Drottinn undir eins með leiðbeiningum um að fara til Damaskus. Stundum vonum við að Drottinn gefi okkur sams konar nákvæma leiðsögn. En við þurfum ekki að bíða eftir nákvæmum leiðbeiningum áður en við tökum þátt í verki Guðs.

Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Oft koma svörin við bænum okkar ekki á meðan við erum á hnjánum, heldur þegar við erum á ferli, þjónandi Drottni og þeim sem í kringum okkur eru“ („Beðið átekta á veginum til Damaskus,“ aðalráðstefna, apríl 2011).

Íhugið hvernig Drottinn leiddi báða eftirfarandi einstaklinga að þjónustutækifærum vegna fúsleika þeirra til að bregðast við:

Prenta