2008
HJÁLPA ÖÐRUM AÐ KOMA TIL KRISTS
Mars 2008


HJÁLPA ÖÐRUM AÐ KOMA TIL KRISTS

„Systir Hopkins, hér eru Sólargeislarnir tíu sem þú kennir í ár,“ sagði ráðgjafinn í forsætisráði Barnafélagsins. Ég var nýr meðlimur og verð að viðurkenna að ábyrgð þessi skelfdi mig. Hvernig átti ég að kenna eitthvað sem ég ekki skildi fyllilega? Hvernig átti ég að hafa stjórn á svona fjörugum börnum? En biskupinn og forseti Barnafélagsins fullvissuðu mig um að ég yrði blessuð fyrir að taka við þessari skelfilegu köllun.

Mér varð ljóst að ég varð að leggja mig fram um að læra fagnaðarerindið til að geta kennt það, svo ég las kennslubókina í viku hverri—sem var ríkuleg uppspretta ljóss og þekkingar—og baðst fyrir og íhugaði hvernig reglurnar ættu við í lífi mínu og barnanna. Þegar ég lærði og kenndi, hlaut ég vitnisburð um guðlegan erfðarétt okkar sem barna Guðs. Ég uppgötvaði gildi og sérkenni hverrar sálar. Einfaldar lexíur Barnafélagsins urðu ekki aðeins til að uppljóma andlit hinna dýrmætu barna, heldur tók einnig að blómstra sáðkorn þess vitnisburðar sem ég hafði þegar ég fór niður í skírnarvatnið.

Þetta dásamlega ár með Sólargeislunum vakti mér ævarandi þakklæti fyrir köllun sem varð til að breyta lífi mínu. Kenningar Jesú Krists breyttu mér og einnig börnunum.