2008
ENDURSPEGLA KENNINGAR HANS
Mars 2008


ENDURSPEGLA KENNINGAR HANS

Ég var á fimmta ári í mannfræði þegar ég hlaut lexíu um mikilvægi fordæmis. Í hvert sinn er kennari okkar kom inn í kennslustofuna sá hann mynd af sjálfum sér—sem einhverjir nemendur höfðu teiknað á töfluna. Og í hvert sinn bað kennarinn okkur að þurrka út myndina. Hann sagði þó aldrei neitt annað um myndina.

Ég dáðist að skynsemi og auðmýkt kennarans og hjá mér vaknaði löngun til að vita í hvaða kirkju hann væri. Ég komst að því að hann var í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu.

Ég ákvað að taka á móti kennslu trúboðanna og lét skírast 10. september árið 2000. Sá maður sem sýnt hafði mér fordæmi með eigin breytni reyndist svo vera greinarforseti minn.

Ég ber vitni um að Jesús er okkar megin fyrirmynd. Með því að líkja eftir honum, sem Síðari daga heilagir, getum við haft áhrif á aðra til góðs. Þannig getum við einnig kennt með fordæmi.