RÍKULEG ÁSTÚÐ
Ég varð fyrir smá óhappi og verð því að ganga við staf og ég fer mér afar hægt. Stigar eru mér afar erfiðir. Ég óttaðist stöðugt að detta í stiganum í kirkjunni—þar til sunnudag einn að ég heyrði ljúfa rödd og fann litla hönd taka í mína: „Komdu bara. Ég skal passa þig.“
Ég leit niður og sá hinn níu ára gamla Gabriel brosa hughreystandi.
„Allt í lagi!“ sagði ég. „Upp frá þessu verður þú aðstoðarmaður minn. Leggjum þá í hann!“
Enginn bað Gabriel um þetta. Hann sá bara að gömul amma var hjálparþurfi og bauð sig fram.
Nú förum við Gabriel niður stigann án alls ótta.
Ég sagði síðar við foreldra Gabriels: „Það er ekki líkamlegur styrkur hans sem veitir mér öryggi. Það er hin ríkulega ástúð sem hann sýnir mér alla sunnudaga. Gabriel er ástúðin uppmáluð!“