2008
Var ég frelsuð?
Mars 2008


Var ég frelsuð?

Vinkona mín, Rachel, spurði hvor ég vildi koma í kirkju með henni. Hún var virk í trú sinni og ég var forvitin að vita að hvaða leyti kirkjan hennar væri frábrugðin minni. Ég bað foreldra mína um leyfi til að fara með henni. Þau sögðu að fyrst samkoma hennar og okkar sköruðust ekki gæti ég farið með henni.

Margt á kirkjusamkomu hennar virkaði framandi á mig: Söngurinn og bænirnar voru öðruvísi og prédikarinn talaði framandlega. Þegar samskotsbaukurinn var látinn ganga var ég ekki viss hvað ég ætti til bragðs að taka.

Loks bað prédikarinn alla þá meðal fólksins sem ekki hefðu tekið á móti Jesú Kristi opinberlega sem frelsara sínum að koma upp á sviðið. Rachel hvíslaði og hvatti mig til þess að fara upp. Ég var hikandi. Biskupinn í deild okkar hafi aldrei beðið einhvern að koma upp og játa Krist opinberlega. Ég vissi ekki hvað ég átti að taka til bragðs. Kannski hafði ég ekki gert eitthvað sem var mikilvægt fyrir sáluhjálp mína. Ég fór ráðvillt af samkomunni.

Þegar ég hugleiddi þessa reynslu síðar, varð mér ljóst að ég hafði vissulega þegar játað Jesú Krist opinberlega sem frelsara minn. Ég hafði látið skírast af þeim sem hafði prestdæmisvald sitt frá Jesú Kristi. Skírn mín var sáttmáli við himneskan föður um að ég myndi taka á mig nafn Jesú Krists og verða lærisveinn hans. Ég lofaði að halda boðorð hans og reyna að líkja eftir honum. Viðstaddir skírn mína voru prestdæmishafar sem voru vitni að henni, sem og fjölskylda mín og deildarmeðlimir.

Frá því að ég var skírð og staðfest hef ég átt kost á að meðtaka sakramentið hvern sunnudag og vitna að nýju frammi fyrir himneskum föður að ég muni halda áfram að taka á mig nafn Krists.

Stundum spyrja kristnir annarra kirkna sömu spurningar og prédikari vinkonu minnar gerði, en orða hana aðeins öðruvísi. Þeir spyrja hvort við höfum frelsast. Öldungur Dallin H. Oaks, í Tólfpostulasveitinni, hefur útskýrt hvernig við getum brugðist við slíkri spurningu: „Kristið fólk leggur stundum annan skilning í merkingu sumra lykil trúarhugtaka, líkt og frelsun eða hjálpræði. Ef við svörum samkvæmt skilningi spyrjandans, er hann spyr hvort við höfum ‚frelsast,‘ hlýtur svar okkar að vera ‚já‘.“1

Ég var enn að efla vitnisburð minn um Jesú Krist þegar ég fór í kirkju vinkonu minnar. Síðan þá hef ég komist að því að því meir sem ég læri fagnaðarerindið í ritningunum og orð lifandi spámanna, því öruggari er ég og betur undir það búin að vera vitni Guðs alltaf og alls staðar (sjá Mósía 18:9).

Heimildir

  1. „Have You Been Saved?“ Ensign, maí 1998, 55.

Prenta