2008
Hann lifir!
Mars 2008


Hann lifir!

Vitnisburður síðari daga spámanna

„Og nú, eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta vitnisburðurinn, síðastur allra, sem við gefum um hann: Að hann lifir!“ (K&S 76:22).

„Hann lifir!“ Þannig bar spámaðurinn Joseph Smith vitni um frelsara heimsins. Allir forsetar Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu á eftir honum—sem studdir hafa verið sem spámenn, sjáendur og opinberarar—hafa af sömu fullvissu borið vitni um raunveruleika og guðleika frelsarans og friðþægingu hans og upprisu.

Gordon B. Hinckley forseti

President Gordon B. Hinckley

„Mér er ljóst að ég er ekki höfuð þessarar kirkju. Drottinn Jesús Kristur er höfuð hennar. Hlutverk mitt, megin ábyrgð mín, minn æðsti heiður er að bera hátíðlega vitni um lifandi raunveruleika hans. Jesús Kristur er sonur Guðs, sem lagðist svo lágt að koma í þennan heim eymdar, baráttu og sársauka, til að hafa varanleg áhrif á hjörtu manna, til að kenna vegu eilífs lífs og færa sig sjálfan sem fórn fyrir syndir alls mannkyns. Hann er ‚konungur konunganna og Drottinn drottnanna og hann mun ríkja frá eilífð til eilífðar‘ (Messías eftir Handel)… . Ég ber hátíðlega vitni um að hann lifir og er við hægri hönd föður síns.“1

Howard W. Hunter forseti (1907–1995)

President Howard W. Hunter

„Ég er þakklátur … fyrir samband mitt við fólk sem á staðfasta sannfæringu um að Guð lifir, að Jesús er Kristur, og ég ber ykkur vitni um að frásögnin um barnið sem fæddist í jötu í Betlehem er ekki goðsögn síns tíma, heldur að Jesús, sonur Guðs, hafi í raun fæðst af Maríu í jarðlífið, að hann hafi dvalið meðal manna, að hann hafi dáið á krossinum og risið upp, að hann lifir í raun nú og er persónulegur frelsari heimsins.“2

Ezra Taft Benson forseti (1899–1994)

President Ezra Taft Benson

„Stundum er spurt: ‚Eru mormónar kristnir?‘ Við lýsum yfir guðleika Jesú Krists. Við lítum til hans sem einu uppsprettu sáluhjálpar okkar. Við kappkostum að lifa eftir kenningum hans og væntum þess að hann komi að nýju til þessarar jarðar til að ríkja sem konungur konunganna og Drottinn drottnanna. Við tökum undir orð Mormónsbókar og segjum við alla menn: ‚Ekkert annað nafn verður gefið og engin önnur leið eða aðferð, sem fært [getur] mannanna börnum sáluhjálp, nema í og fyrir nafn Krists, Drottins almáttugs‘ (Mósía 3:17).“3

Spencer W. Kimball forseti (1895–1985)

President Spencer W. Kimball

„Við setum [Jesú Krist] á þann stall sem enginn annar hópur gerir, að því að mér sé kunnugt. Í okkar augum er hann ekki aðeins sonur Guðs, hann er einnig Guð og við erum háð honum… .

Engu skiptir hversu mikið við segjum um hann, það verður alltaf of lítið.

Hann er ekki aðeins smiðurinn, Nasaretbúinn, Galíleubúinn, heldur Jesús Kristur, Guð þessarar jarðar, sonur Guðs, og það sem mestu skiptir, frelsari okkar og lausnari… .

Ég bæti eigin vitnisburði við. Ég veit að Jesús Kristur er sonur hins lifanda Guðs og að hann var krossfestur vegna synda heimsins.

Hann er vinur minn, frelsari minn, Drottinn minn, Guð minn.“4

Harold B. Lee forseti (1899–1973)

President Harold B. Lee

„Eftir langa nótt ígrundunar og margra daga undirbúning í kjölfarið, hlaut ég kröftugri vitnisburð en hægt er að veita með sýn, uns ég gat vitnað af vissu, án alls vafa, og af öllum mætti sálar minnar, að Jesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs, að hann lifði, að hann dó, að hann reis upp og ríkir nú á himnum og stjórnar málefnum kirkjunnar, sem ber nafn hans, því hún prédikar kenningar hans. Ég gef ykkur þann vitnisburð minn í auðmýkt.“5

Joseph Fielding Smith forseti (1876–1972)

President Joseph Fielding Smith

„Hjálpræðið er í Kristi. Það á rætur að rekja til hinnar altæku og eilífu friðþægingar, er hann gerði að veruleika með því að úthella eigin blóði. Hann er sonur Guðs og kom í heiminn til að frelsa menn frá stundlegum og andlegum dauða, sem eru afleiðing fallsins, líkt og við nefnum það.

Fyrir góðleika hans og náð munu allir menn rísa úr gröfinni, til að verða dæmdir eftir verkum sínum í holdinu… .

Ég veit að hann lifir, að hann ríkir á himnum uppi og á jörðu niðri og að tilgangur hans mun ná fram að ganga. Hann er Drottinn okkar og Guð. Líkt og hann sjálfur sagði við Joseph Smith: ‚Drottinn er Guð, og utan hans er enginn frelsari‘ (K&S 76:1).“6

David O. McKay forseti (1873–1970)

President David O. McKay

„‚Hvernig getum vér þá þekkt veginn?‘ spurði Tómas, þegar hann sat með hinum postulunum og Drottni við borðið eftir kvöldmáltíðina, hina minnisstæðu nótt svikanna; og guðlegt svar Krists var: ‚Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið… .‘ (Jóh 14:5–6.) Og hann er það! Hann er huggun okkar, innblástur lífs okkar, höfundur hjálpræðis okkar. Ef við hyggjumst þekkja samband okkar við Guð, leitum við til Jesú Krists. Ef við hyggjumst þekkja sannleika hinnar ódauðlegu sálar, er okkur sýndur hann með upprisu frelsarans… .

… Hann er eina fullkomna veran sem dvalið hefur á jörðinni, hið háleita fordæmi göfuglyndis, guðlegur að eðlisfari, fullkominn í elsku, frelsari okkar, lausnari okkar, hinn lýtalausi sonur okkar himneska föður, ljósið, lífið, vegurinn.“7

Georg Albert Smith forseti (1870–1951)

President George Albert Smith

„Frelsarinn dó svo við gætum lifað. Hann sigraði dauða og gröf og vekur öllum þeim von um dýrðlega upprisu sem lifa eftir kenningum hans.8

Ég hef komist að því að mörgum hér í heimi er ekki ljóst að við trúum á guðlegt hlutverk Drottins okkar og ég hef oftar en einu sinni fundið mig knúinn til að koma því á framfæri að ekkert annað fólk hafi jafn mikinn skilning á hinu guðlega hlutverki Jesú Krists, trúi því algjörlega að hann hafi verið sonur Guðs, og sé jafn óhagganlega sannfært um að hann ríkir til hægri handar föður síns, og Síðari daga heilagir.“9

Heber J. Grant forseti (1856–1945)

President Heber J. Grant

„Við alla þegna kirkjunnar, hvarvetna um heim, og við friðelskandi fólk hvarvetna, segjum við: Sjá, maðurinn frá Galíleu var ekki aðeins mikill kennari, ekki aðeins óviðjafnanlegur leiðtogi, heldur friðarhöfðingi, höfundur hjálpræðisins, hér og nú, sannlega frelsari heimsins!

… Jesús er frelsari heimsins, lausnari mannkyns, sem kom til jarðarinnar með það guðlega útnefnda hlutverk að deyja til endurlausnar mannkyni. Jesús Kristur er bókstaflega sonur Guðs, hinn eingetni í holdinu. Hann er frelsari okkar og við lofsyngjum hann.“10

Joseph F. Smith forseti (1838–1918)

President Joseph F. Smith

„Heilagur andi Guðs hefur talað til mín—hvorki hafa eyru mín eða augu skynjað það, heldur andi minn, hinn lifandi og eilífi hluti af mér,—og opinberað mér að Jesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Ég ber ykkur vitni um að ég veit að frelsari minn lifir og að ég mun sjá hann á þessari jörðu. Ég mun sjá hann eins og hann er … Drottinn hefur opinberað mér þetta. Hann hefur fyllt allan anda minn með vitnisburði þessum, uns ekki er rúm fyrir nokkurn vafa.“11

Lorenzo Snow forseti (1814–1901)

President Lorenzo Snow

„Þessi vera, sem dvaldi á himnum og ríkti þar áður en heimurinn varð til, sem skapaði jörðina og sem á hádegisbaugi tímans kom niður til að fullkomna og frelsa það sem hann hafði skap-að, hefur birst mönnum á þessari öld.“12

„Við berum öllum heiminum vitni um að við vitum, með guðlegri opinberun, já, með vitrunum heilags anda, að Jesús er Kristur, sonur hins lifanda Guðs og að hann birtist Joesph Smith, jafn áþreifanlega og postulum sínum til forna, eftir að hann reis úr gröfinni, og að hann kunngjörði honum þann himneska sannleika sem mannkynið getur frelsast fyrir.“13

Wilford Woodruff forseti (1807–98)

President Wilford Woodruff

„Hið jarðneska hlutverk Krists var að færa sjálfan sig sem fórn til að endur- leysa mannkynið frá eilífum dauða… . Hann fór nákvæmlega að vilja föður síns í öllu allt frá upphafi og drakk hinn beiska bikar sem að honum var réttur. Með því varð dýrð, heið-ur, ódauðleiki og eilíft líf að veruleika, fyrir þann kærleika sem er æðri trú og von, því lamb Guðs hafði leyst það af höndum fyrir menn sem þeir gátu ekki gert af eigin rammleik… .

Enginn megnar að frelsa sálir mannanna og veita þeim eilíft líf, nema Drottinn Jesús Kristur, með fulltingi föður síns.“14

John Taylor forseti (1880–1887)

President John Taylor

„Smurður, já, með olíu gleði, umfram samferðamenn sína, barðist hann við og sigraði sameinaða krafta manna og djöfla jarðar og helju og með hinum æðri krafti Guðdómsins, sigraði hann dauða, helju og gröfina, og reis upp sigri hrósandi sem sonur Guðs, sem eilífur faðir, Messías, friðarhöfðingi, endurlausnari, frelsari heimsins og fullgerði friðþæginguna, sem faðir hans hafði falið honum að gera sem syni Guðs og syni manns.“15

Brigham Young forseti (1801–77)

President Brigham Young

„Ég vitna um að Jesús er Kristur, frelsari og lausnari heimsins. Ég hef hlítt orðum hans og áttað mig á að viska þessa heims fær hvorki skilið fyrirheit hans og þekkingu mína á honum, né heldur megnar hún að svipta mig því… .

Drottinn okkar, Jesús Kristur—frelsarinn, sem hefur endurleyst heiminn og allt sem honum tilheyrir, er hinn eingetni föðurins í holdinu… . Hann hefur smakkað dauða sérhvers manns og reitt gjaldið af höndum sem okkar fyrstu forfeður fengu loforð um.“16

Spámaðurinn Joseph Smith (1805–44)

Prophet Joseph Smith

„Og þetta er fagnaðarerindið, gleðitíðindin, sem röddin frá himni bar okkur vitni um—

Að hann kom í heiminn, sjálfur Jesús, til að verða krossfestur fyrir heiminn, og til að bera syndir heimsins, og til að helga heiminn og hreinsa hann af öllu óréttlæti—

Svo að fyrir hann gætu allir þeir frelsast, sem faðirinn hafði falið honum á vald og gjört með honum“ (K&S 76:40–42).

Heimildir

  1. Teachings of Gordon B. Hinckley (1997), 285–86.

  2. The Teachings of Howard W. Hunter, ritst. af Clyde J. Williams (1997), 4.

  3. The Teachings of Ezra Taft Benson (1988), 10.

  4. The Teachings of Spencer W. Kimball, ritst. af Edward L. Kimball (1982), 7; sjá einnig Teachings of Presidents of the Church: Spencer W. Kimball (2006), 23, 25.

  5. The Teachings of Harold B. Lee, ritst. af Clyde J. Williams (1996), 637.

  6. „I Know That My Redeemer Liveth,“ Ensign, des. 1971, 26–27.

  7. Teachings of Presidents of the Church: David O. McKay (2003), 3–4, 5.

  8. „Testimony of Elder George Albert Smith,“ Liahona: The Elders’ Journal, feb. 2, 1915, 502.

  9. „Divine Calling of Prophet Joseph Smith Reviewed in Connection with Mission of Redeemer of World,“ Deseret News, des. 27, 1924, hluti 3, bls. 6.

  10. Teachings of Presidents of the Church: Heber J. Grant (2002), 223.

  11. Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph F. Smith (1998), 7.

  12. Í Journal History, 5. apríl 1884, 9.

  13. Í Deseret News, 31. jan. 1877, 834.

  14. Teachings of Presidents of the Church: Wilford Woodruff (2004), 69–70, 74.

  15. Teachings of Presidents of the Church: John Taylor (2001), 43–44.

  16. Discourses of Brigham Young, samant. Johns A. Widtsoe (1941), 26.