2008
UPPRISUNNAR VÆNST
Mars 2008


UPPRISUNNAR VÆNST

Þegar ástkær eiginkona mín fór á fund himnesks föður, þurftu ég og börnin að verða okkur úti um hentugan legstein. Í því verkefni mætti ég andstöðu er ég hugðist hafa orðið hvíldarstaður á legsteininum. Orð þetta var ekki í samræmi við gildandi reglur kirkjugarðsins.

Í kjölfarið fylgdi stífni og orðaskak. Á einhverjum tímapunkti spurði prestur þeirrar kirkju sem átti garðinn nánar um merkingu hugtaksins. Ég bar vitni um að ég tryði bókstaflega á upprisu líkamans og vitnaði í frelsarann: „Allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins“ (Jóh 5:28–29). Ég bar vitni um að gröfin væri helgur hvíldarstaður fram að upprisunni.

Presturinn kom þá með innblásna tillögu: „Láttu grafa þannan texta á legsteininn: ‚Hér hvíla jarðneskar leifar Lehmann fjölskyldunnar, sem væntir upprisunnar.‘“ Og það var gert. Þannig varð vitnisburður minn meitlaður í stein.