TELJA SÆLUSTUNDIR MÍNAR
Ég hef nú verið meðlimur kirkjunnar í 15 ár. Yfir árin hef ég tekist á við raunir og vanda. En ástæðurnar eru mun fleiri til að krjúpa og þakka Guði fyrir hans óendanlegu elsku.
Líkt og sagt er í sálmunum:
Þó að heimsins stríðið mjög þér mæði á,
misstu ekki kjarkinn, Guð er öllum hjá.
Teldu sælustundir, saman engla her,
sína hjálp þér veitir, ferð uns lokið er.
(„Er í stormum lífs þíns,“ Sálmar, nr. 27)
Alltaf þegar mér gefst kostur á, greini ég frá því að við getum fundið gleði í þessu lífi og fyllingu gleðinnar í eilífðinni. Ég ber vitni um að Guð gerði það mögulegt og þökk sé frelsaranum að við getum dvalið í návist þeirra um eilífð.