2019
Bob og Lori Thurston – Phnom Penh trúboðið í Kambódíu
Apríl 2019


Fyrirmynd trúar

Bob og Lori Thurston

Þjónuðu í Phnom Penh trúboðinu í Kambódíu

Ljósmynd
senior missionary couple

„Þegar við komumst að því að við áttum að þjóna í Phnom Penh trúboðinu í Kambódíu, grétum við. Við vorum full eftirvæntingar! segir bróðir Thurston. „Við hefðum ekki valið Kambódíu, en hvílík gjöf! Hvílík blessun!“ segir systir Thurston.

Ljósmynd
senior missionary hugging Cambodian woman

Thurstons-hjónin finna sérstaka tengingu við fólkið í Kambódíu. „Við elskum fólkið og finnum að sú elska er endurgoldin,“ segir systir Thurston. „Fólkið í Kambódíu hefur verið okkur afar gæskuríkt.“

Ljósmynd
senior couple visiting members

Af öllum ábyrgðarverkum Thurstons-hjónanna í trúboði þeirra, mátu þau mest að hafa getað vitjað meðlima á heimilum þeirra.

Ljósmynd
senior missionary with Cambodian woman

Systir Thurston minnist þess að hafa virt fyrir sér fólkið sem hún þjónaði í Kambódíu og hugsað: „Ég hlakka óumræðilega til þess að sjá ykkur í næsta lífi, því þá get ég í raun tjáð ykkur allar mínar tilfinningar til ykkar og þann kærleika sem ég ber til ykkar.“

Í fyrsta trúboði sínu saman komust Bob og Lori Thurston að því að hægt er að inna af hendi innihaldsríka þjónustu þrátt fyrir tungumálshömlur og ólíka menningu, því við erum öll börn Guðs.

Leslie Nilsson, ljósmyndari

Ljósmynd
Sister Thurston hugging grieving girl

Bob:

Áður en ég og Lori giftum okkur, töluðum við um að þjóna í trúboði eftir að við settumst í helgan stein. Við höfum bæði þjónaði í trúboði áður. Lori þjónaði í Kobe, Japan, og ég þjónaði í Brisbane, Ástralíu. Þegar við loks vorum tilbúin að setjast í helgan stein, sögðum við börnum okkar að við hyggðumst þjóna oft í trúboði.

Við vorum svo lánsöm að geta hætt störfum fyrir aldur. Þegar við heyrðum að sum eldri hjón gætu ekki þjónað á sumum stöðum, líkt og í þriðja heims löndum, sökum heilsufars og af öðrum ástæðum, hugsuðum við með okkur: „Við höfum ekki enn náð sextugsaldri. Við erum heilsuhraust, svo notið okkur!“

Ég hætti störfum einungis tveimur dögum fyrir 56 ára afmælið mitt. Við fengum í raun trúboðsköllun okkar meðan ég var enn við störf. Þegar við lásum um köllun okkar og komumst að því að við áttum að þjóna í Phnom Penh trúboðinu í Kambódíu, grétum við. Við vorum svo spennt!

Lori:

Kambódía var ekki einu sinni með í dæminu. Ég hélt að við færum til Afríku eða eitthvað álíka. Við tókum að spyrja okkur sjálf: „Hvaða ævintýri bíður okkur þar? Við hefðum ekki valið Kambódíu, en hvílík gjöf! Hvílík blessun! Drottinn er okkur snjallari. Hann sendi okkur þar sem þörf var fyrir okkur.

Við þjónuðum í hjálparstarfstrúboði. Við unnum að verkefnum fyrir Hjálparstofnun SDH, útfylltum skýrslur og báðum um ný verkefni. Við fylgdumst líka með áður unnum verkefnum, svo sem brunnum sem boraði hafði verið fyrir tveimur árum áður. Að endingu þjónuðum við líka á marga aðra vegu.

Við fórum á stiku- og umdæmisráðstefnur til að hjálpa við þjálfun leiðtoga og trúboða, skoðuðum íverustaði trúboða og vitjuðum meðlima á heimilum þeirra. Við gerðum heilmargt til að auðvelda starf trúboðsins.

Engir tveir dagar voru eins í trúboði okkar. Suma daga vorum við úti í náttúrunni í hné djúpu vatni eða svaði. Aðra daga vorum við inni við í trúboðsskrifstofunni. Við fórum í ráðuneyti sértrúarsafnaða og trúarbragða með trúboðum almannatengsla. Í Kambódíu hefur hugtakið „sértrúarsöfnuður“ ekki endilega slæma merkingu. Hin opinberu trúarbrögð eru búddismi – allt annað fellur undir sértrúarsöfnuði. Við fórum í ráðuneytið til að reyna að koma því á framfæri að Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu væri góð og trúverðug kirkja.

Við þróuðum gott samband við fólkið þar, sem hiklaust hringdi eftir hjálp. Það hringdi og sagði: „Flóð hefur skollið á og við þurfum matvæli fyrir 200 fjölskyldur sem hafa verið fluttar burtu.“ Það vissi að það gat reitt sig á að kirkjan kæmi hjálparbirgðum fljótt þangað sem þörf væri á þeim og bætti við það sem upp á vantaði hjá því.

Hvað upplifðum við í Kambódíu? Nefndu eitthvað og við höfum sennilega upplifað það! Við höfum setið á fábrotnustu gólfum – sem yfirleitt voru einungis jörðin ber eða bambusreyr – hinna hógværustu heimila. Við höfum líka komið í íburðarmikil stórhýsi embættismanna stjórnvalda. Bob þjónaði jafnvel í greinarforsætisráði um tíma.

Bob:

Trúboðsforsetinn hringdi í mig og sagði: „Sæll, ég vill að þú verðir annar ráðgjafi í greinarforsætisráði.“ Einu og hálfu ári síðar var ég með greinarforsetanum sem ég þjónaði í innsiglunarherbergi Hong Kong musterisins í Kína. Hann var að fara í musterið í fyrsta sinn! Hann og fjölskylda hans höfðu lagt fyrir og reynt sjö sinnum að komast í musterið, en slys höfðu orðið eða einhver orðið veikur. Eitthvað hafði alltaf komið upp. Að loknum sjö árum hafði þeim aðeins tekist að leggja fyrir 40 dollara.

Þrisvar sinnum í trúboði okkar gátum við hjálpað Síðari daga heilögum í Kambódíu að komast til musterisins. Við fórum með marga greinarforseta, sem sjálfir höfðu haft viðtöl vegna musterismeðmæla, en aldrei farið í musterið sjálfir. Hið minnsta í Kambódíu aðstoðuðu eldri hjón þessar fjölskyldur á leið þeirra til musterisins. Fólkið þurfti að hafa einhvern með í för, því það vissi ekki hvernig bera átti sig að við flugsamgöngur. Margt hafði jafnvel ekki komið í langferðabíla! Það þurfti núna að fljúga til Hong Kong og rata rétta leið að musterinu. Það hefði reynst þeim erfitt á eigin spýtur. Við erum þakklát fyrir hjálparsjóð musterisgesta, sem það naut stuðnings af.

Lori:

Það getur verið krefjandi að vera meðlimur kirkjunnar í Kambódíu. Í Kambódíu er engin hefð eða menning fyrir hvíldardegi. Allir sem koma í kirkju þurfa að færa fórnir til að gera það.

Í Kambódíu eru sex prósent íbúanna múslimatrúar og einungis tvö prósent kristintrúar – allir aðrir eru búddatrúar. Afar erfitt er að breyta um lífsmáta frá búddatrú yfir í kristintrú. Sumir missa jafnvel atvinnu sína og oft er fólkið sniðgengið af öðrum í hverfi sínu.

Tíund er líka mikið mál. Búddískir munkar koma á hverjum morgni til að biðja um hrísgrjón eða einhverja peninga og fólkið er vant því. Það er hinsvegar mikið mál að taka hluta af launum sínum til að greiða tíund.

Margir hafa orðið fyrir miklum áföllum í lífinu. Allir sem voru eldri en 40 ára höfðu upplifað hrylling, vegna Rauðu Kmeranna, kommúnistastjórnar sem ríkti í Kambódíu seint á áttunda áratugnum. Engin sem ég hitti þar fór varhluta af því. Allir höfðu upplifað að einhver í fjölskyldunni hafði verið myrtur. Þótt fólkið hafi gengið í gegnum svo margt, er ótrúlegt hvað það er óbugað og fúst til að reyna. Margir hafa þó lítið sjálfsmat, þótt þeir láti ekki bugast. Mögum finnst þeir ómerkilegir og lítils virði.

Það er dásamlegt að sjá hvernig fólkið hefur blómstrað af fagnaðarerindi Jesú Krists. Þegar það uppgötvar að það sé ekki aðeins dásamlegt, heldur líka barn Guðs, segir það: „Eru ekki að grínast? Nú á ég eitthvað sem ég get miðlað.“

Kirkjan á vissulega eftir að blómstra í Kambódíu. Dásamlegt fólk hefur verið leitt inn í kirkjuna. Hinir heilögu þar eru frumkvöðlar og þeir sem sannlega taka á móti fagnaðarerindinu eru blessaðir á svo margan hátt, því þeir fá þekkt frelsarann. Það er í raun undursamlegt.

Við höfum marga meðlimi og afar öflugar deildir í grennd við stað sem nefndur er „Trash Mountain,“ sem eru opnir sorphaugar, þar sem fólk heldur til. Þar eru meðlimir tínslufólk og safnarar. Þeir afla sér tekna á endurvinnslu plasts og áls sem það finnur á haugunum. Það býr í afar litlum húsum sem við höfum oft komið inn í.

Bob:

Dag einn heyrðum við gjallandi tónlist og sáum að verið var að koma upp tjaldi. Í Kambódíu merkir það hvort heldur að einhver er að gifta sig eða hefur dáið.

Lori:

Við komumst að því að fimm eða sex barna móðir hafði látist. Enginn eiginmaður var þar til að tala um. Börnin bara vöknuðu upp og komust að því að móðir þeirra væri látin.

Eitt stúlkubarnið var snöktandi. Með hjálp túlks, sagði hún: „Ég er elst. Ég á öll þessi systkini. Ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Ég hreinlega vafði hana þéttum örmum. Hvernig var annað hægt? Stúlkan hafði misst móður sína. Ég talaði til hennar á ensku og sagði: „Ég veit að þú skilur mig ekki, en ég lofa þér því að þú munir sjá móður þína aftur. Þetta verður allt í lagi. Þú verður ekki látin ein eftir.“

Svo margar upplifanir líkar þessari hafa tengt okkur á sérstakan hátt við fólkið í Kambódíu.

Sú elska er endurgoldin. Fólkið í Kambódíu hefur verið okkur afar gæskuríkt. Við elskum það því þau eru börn Guðs. Þau eru bræður okkar og systur.

Um suma varð mér hugsað: „Ég hlakka óumræðilega til þess að sjá ykkur í næsta lífi, því þá get ég í raun tjáð ykkur allar mínar tilfinningar til ykkar og þann kærleika sem ég ber til ykkar og hve ég dáist að ykkur, því ég get ekki tjáð það núna.“

Trúboðið hefur blessað okkur á svo marga vegu. Sumir segja: „Ég veit ekki hvort ég geti þjónaði í trúboði. Ég get ekki farið frá barnabörnunum.“ Þegar við fórum voru fimm litlir barnasynir okkar fimm, fjögurra, þriggja, tveggja ára og eins árs. Tvær barnadætur fæddust meðan við vorum í burtu. Ég ætla að geyma tvö kambódísk trúboðsnafnspjöld og gefa þau litlu stúlkunum mínum, svo þær viti að amma hafi ekki verið til staðar, því hún var að gera það sem Drottinn vildi að hún gerði.

Bob:

Það er hægt að þjóna Drottni á marga vegu sem trúboðar. Við tókum alvarlega það sem öldungur Jeffrey R. Holland sagði um trúboðsþjónustu eldra fólks. Hann sagði: „Ég lofa að í þjónustu Drottins munuð þið gera meira fyrir [fjölskyldu ykkar] en þið gætuð nokkurn tíma gert, ef þið væruð hangandi yfir þeim heima. Hvaða stærri gjöf gætu afi og amma gefið afkomendum sínum en að staðfesta bæði í orði og verki: ,Í þessari fjölskyldu þjónum við í trúboði!‘ [“We Are All Enlisted,” Liahona, nóv. 2011, 46.]”

Prenta