Reynið einhverjar nýjar páskavenjur
Notið meiri tíma þessa páska og munið eftir stærstu gjöf sem hefur nokkru sinni verið gefin.
Þegar kemur að hátíðum, þá fá jólin yfirleitt mestu athyglina. Ef ekki væri fyrir þá atburði sem gerðust fyrir löngu og við höldum hátíðlega hverja páska, þá væru jólin ekki til.
Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) kenndi eitt sinn: „Það væru engin jól, ef páskarnir væru ekki til. Betlehemsbarnið Jesús væri bara enn eitt barnið án hins endurleysandi Krists Getsemanegarðsins og Hauskúpuhæðar og hinnar sigursælu upprisu.“1
Hér eru nokkrar venjur sem þið gætuð hugsanlega bætt í árleg hátíðarhöld ykkar.
1. Farið og syngið páskasöngva
Burt séð frá hinum kenjóttu útgáfum jólalagana um hreindýr og álfa, þá eru jólasálmarnir allir um Jesú Krist. Páskarnir eru hinn fullkomni tími fyrir tónlist sem fjallar um Jesú Krist og, já, eru jafnvel sungnir fyrir framan útidyrnar hjá nágrönnum ykkar.
Ef ykkur vantar hugmyndir, þá er hægt að skoða „efnisyfirlitið“ í sálmabókinni undir „páskar“ og „friðþæging“ til að finna lög. Allir sálmar sem halda upp á Jesú Krist, eru viðeigandi fyrir páskasöng.
2. Fyrirgefið einhverjum
Hversu oft hafið þið verið þakklát fyrir gjöf iðrunar? Páskarnir bjóða upp á tækifæri til að leggja meiri hugsun í það hvernig við bjóðum öðrum þann sama anda fyrirgefningar.
Jesús kenndi: „Fyrir því segi ég yður, að þér eigið að fyrirgefa hver öðrum. …
Ég, Drottinn, mun fyrirgefa þeim, sem ég vil fyrirgefa, en af yður er krafist, að þér fyrirgefið öllum mönnum“ (Kenning og sáttmálar 64:9–10).
Spyrjið ykkur sjálf: Gagnvart hverjum hafið þið neikvæðar tilfinningar? Biðjið um styrk til að fyrirgefa þessari persónu og leyfið frelsaranum að hjálpa til við að fjarlægja þessar sársaukafullu tilfinningar.
3. Setjið upp viðhafnarsýningu, leikrit eða aðra sýningu
Þið getið skipulagt páskasýningu. Einfalt dæmi gæti verið ritningalestur á fjölskyldukvöldi eða samsöngur í samfélaginu.
4. Heimsækið grafir ástvina
Vegna Jesú Krists, þá hefur dauðinn misst brodd sinn (sjá 1 Kor 15:55). Gefið ykkur tíma til að heimsækja grafir ástvina til að íhuga þessar góðu fréttir.
Er þið heimsækið þessar grafir, gætuð þið jafnvel lesið upphátt kærar ritningagreinar, sem hafa með upprisuna að gera. Nokkrar ritningar (af mörgum) til að íhuga varðandi þetta, eru 1 Kor 15:20–22; Alma 11:42–44; og Kenning og sáttmálar 88:14-16.
5. Verið aðeins betri
Páskarnir heiðra atburði Getsemanegarðsins, það sem fór fram á krossinum, að frelsarinn reis á þriðja degi upp frá dauðum og síðan þjónustu hans í 40 daga áður en hann steig upp til himins.
Þar að auki birtist Jesús Kristur Nefítunum, ekki löngu eftir að hann sté upp til himna, og þjónaði þeim (sjá 3 Ne 11–28). Það er heilmikið til að halda hátíðlegt!
Hvers vegna ekki að teygja á páskahátíðinni? Leyfið sálu ykkar að njóta kraftaverka páskanna örlítið lengur. Takið meðvitaða ákvörðun um að vera kristilegri í þessa 40 daga eftir páska. Til þess að fá innblástur, íhugið eftirfarandi boð frá Russell M. Nelson forseta: „Helgið hluta tíma ykkar í hverri viku til að læra allt sem Jesús sagði og gerði eins og það er skráð í Gamla testamentinu, því hann er Jehóva Gamla testamentisins. Nemið lögmál hans eins og það er skráð í Nýja testamentinu, því hann er Kristur þess. Lærið kenningar hans eins og þær eru skráðar í Mormónsbók, því það er engin ritning þar sem ætlunarverk hans og þjónusta koma skýrar fram. Lærið orð hans einnig eins og þau eru skráð í Kenningu og sáttmálum, því hann heldur áfram að kenna fólki sínu á þessum ráðstöfunartíma.“2
Hefðir ykkar bíða eftir ykkur
Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, hefur kennt: „Við þurfum að fara aftur um 2000 ár, til að finna mikilvægasta dag sögunnar, er Jesús Kristur kraup í ákafri bæn í Getsemanegarðinum og bauð sig sjálfan sem lausnargjald fyrir syndir okkar.“3
Mikilvægustu viðburðir mannkynssögunnar eru þess virði að taka sér tíma til að íhuga þá, ár hvert. Venjur hjálpa okkur að gera það, hvort sem þær eru af þessum lista eða eitthvað sem þið veljið sjálf.
Hverju munið þið bæta við á þessu ári?