2019
Finna frið fyrir ykkur sjálf og aðra á erfiðleikatímum
Apríl 2019


Finna frið fyrir ykkur sjálf og aðra á erfiðleikatímum.

Hér eru átta leiðir ykkur og öðrum til hjálpar við að finna frið þegar harðnar í ári.

hands letting birds go

Bakgrunnur og myndskreyting frá Getty Images

Stundum snýr lífið okkur á hvolf og útvortis. Þið gætuð verið áhyggjufull yfir fjölskyldu, heilsufari eða vandamáli í skóla, eða ýmsu öðru, sem er í gangi í heiminum í dag. Hvernig getum við fundið persónulegan frið í hrjáðum heimi? Hvort sem friðleysi ykkar kemur frá atburðum sem þið hafið enga stjórn á eða frá einhverju sem þið getið haft áhrif á og breytt, þá koma hér nokkrar hugmyndir til að aðstoða ykkur við að finna frið í gegnum Jesú Krist.

Fjórar leiðir til að finna persónulegan frið

  1. Einblínið á hið eilífa

    Það er erfitt að finna frið þegar einungis er einblínt á skammtímavanda. Ef þið horfið hins vegar á heildarmyndina, hamingjuáætlun Guðs, þá getið þið fundið frið í að vita að það sem er sárt þessa stundina, mun ekki vara að eilífu. Til dæmis þá hjálpar musterið okkur að horfa til eilífðarinnar. Gordon B. Hinckley forseti (1910-2008) sagði að í musterinu „munið þið finna frið sem þið finnið hvergi annarstaðar.“1

  2. . Sleppið tökum á því sem þið hafið enga stjórn á

    Þegar eitthvað sem þið hafið enga stjórn á rænir ykkur friði, þá er freistandi að upplifa vonleysi og reiði. Þá hjálpar það hins vegar ekkert að dvelja við það sem þið getið ekki breytt. Leitið þess í stað frelsarans til að finna hinn innri frið, jafnvel þegar lífið hefur úthlutað ykkur erfiðu hlutverki. Hann hefur lofað að senda ykkur huggarann, heilagan anda (sjá Jóh 14:26-27).

  3. Fyrirgefið öðrum

    Það sem er oft erfiðast að sleppa höndum af, er neikvæðnin sem þið upplifið þegar einhver hefur gert á ykkar hlut. Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, hefur hins vegar kennt: „Við munum meðtaka gleði fyrirgefningar í lífi okkar þegar við erum fús að veita öðrum þá gleði. … Þá í framhaldi, mun andi Drottins fylla sálir okkar með þeirri gleði sem fylgir guðlegum friði hreinnar samvisku (sjá Mósía 4:2–3).“2 Er við snúum okkur að frelsaranum getur það frelsað okkur undan tilfinningalegum byrðum og fyllt okkur friði.

  4. Iðrist og treystið Kristi

    Sama hvað gengur vel í lífi ykkar, þá mun byrði syndar ávallt ræna ykkur friði. Stundum þurfum við á biskupi okkar að halda til að iðrast fullkomlega. Við þurfum hins vegar öll að iðrast reglulega og í gegnum friðþægingu hans, verða hrein af öllu sem heldur okkur frá því að verða líkari honum

Fjórar leiðir til að að hjálpa öðrum að finna frið

  1. Deilið fagnaðarerindi Jesú Krists

    Á sama hátt og við getum fundið frið fyrir okkur sjálf með því að einblína á frelsarann, þá getum við leitt aðra til hans, sem „grundvallar friðinn“ (Mósía 15:18). Til dæmis getið þið deilt ritningargrein eða tilvitnun frá aðalráðstefnu, sem hefur hjálpað ykkur að læra meira um Jesú Krist.

  2. Verið friðarstillar

    Aðstoðið vini ykkar eða systkini við að leysa ágreining. Á sama hátt og Antí-Nefí-Lehítar í Alma, getum við grafið vopn okkar í jörðu – vopn eins og illt umtal, hefnd eða eigingirni – og skipt þeim út fyrir verkfæri friðar: Tala vingjarnlega, hlýða boðorðum Guðs og fyrirgefa öðrum (sjá Alma 24:19).

  3. Verið góðir hlustendur

    Stundum þurfa þeir sem eiga í vanda, að tala opinskátt um hugsanir sínar og tilfinningar, í stað þess að byrgja þær inni. Við þurfum ekki að leysa vandamál þeirra, en við getum einfaldlega hlustað á áhyggjur þeirra og veitt stuðning, sýnt kristilegan kærleika og skilning.

  4. Þjónið þeim sem eru í deild ykkar og samfélagi

    Þið gætuð unnið sjálfboðastarf í skýli fyrir heimilislausa, aðstoðað jafningja ykkar við heimanám eða komið með hressingu til nýrrar fjölskyldu í nágrenni ykkar. Aðstoðið fólk við að finna frið í litlu hlutunum. Það getur gert heilmikið að hafa fastastað til að eta og sofa á, að geta treyst á einhvern til aðstoðar við heimanám eða eiga smá fullvissu um að einhverjum er ekki sama.

Jesús mælti þessi huggunarorð til allra sem eiga erfitt með að finna frið: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“ (Jóh 14:27). Ef við getum aðstoðað okkur sjálf og aðra við að koma nær Jesú Kristi, getum við fundið frið, jafnvel þó að lífið sé erfitt.

Heimildir

  1. Gordon B. Hinckley, í “Rejoice in the Blessings of the Temple,” Liahona, des. 2002, 33.

  2. Dieter F. Uchtdorf, “Point of Safe Return,” Liahona, maí 2007, 101.