2019
Æðsta kærleikstjáning Guðs
Apríl 2019


Síðasta orðið

Æðsta kærleikstjáning Guðs

Úr aðalráðstefnuræðu apríl 1988.

Guð tjáir okkur elsku sína með því að veita þá leiðsögn sem við þörfnumst til að miða áfram og ná möguleikum okkar. Hann sem veit mest um okkur, getu okkar og eilífa möguleika, hefur veitt okkur guðleg ráð og boðorð í handbókum sínum – hinum heilögu ritningum. Þegar við skiljum og förum eftir þessum leiðbeiningum, þá hefur líf okkar tilgang og merkingu. Við lærum að skapari okkar elskar okkur og þráir hamingju fyrir okkar hönd. Í óviðjafnanlegri birtingu guðlegrar elsku hans fyrir okkur, sendi hann okkur eingetinn son sinn, Jesú Krist.

„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann“ (Jóh 3:16–17).

Jesús fæddist inn í jarðlífið. Hann lifði fullkomnu lifi og með því lagði hann veginn fyrir okkur til að fylgja. Hann kenndi lærisveinum sínum: „Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins“ (Jóh 8:12).

Ef við hugleiðum að Kristur var tilbúinn að friðþægja og þjást fyrir okkur, þá getum við kannski reynt að skilja dýpt elsku hans, „þjáningu, sem varð þess valdandi, að [hann], sjálfur Guð, æðstur allra, skalf af sársauka og blóð draup úr hverri svitaholu, og þjáðist bæði á líkama og í anda“ (Kenningu og sáttmálum 19:18).

Sýnum Guði sérstakt þakklæti þessa páska, fyrir friðþægingu og upprisu hans ástkæra sonar, Jesú Krists. Því í honum, vegna hans og í gegnum hann getur þetta tímabundna jarðneska ástand orðið varanleg, fullkomin tilvist, hvers gleði verður ekki tjáð í orðum.

Öll undur náttúrunnar eru svipmyndir af guðlegum krafti og kærleikstjáningu hans. Samt bíður stórkostlegasta kraftaverkið eftir okkur enn. Það mun gerast þegar við komum fram úr dauðanum og gröfinni, með krafti hans, inn í nýjan heim sem mun ekki líða undir lok, þar sem við munum vera með honum og föður okkar á himnum um alla eilífð, ef við reynumst verðug.

Ljósmynd
infographic about President Ballard

Prenta