2019
Gera þjónustu gleðiríka
Apríl 2019


Reglur hirðisþjónustu

Gera þjónustu gleðiríka

Að þjóna af elsku, vekur gleði bæði gefanda og þiggjanda.

Ljósmynd
Jesus with the leper

HINN HOLDSVEIKI FÆRÐI ÞAKKIR, EFTIR JOHN STEEL

Stundum getur leit okkar að lífshamingju verið eins og að hlaupa á hlaupabretti. Við hlaupum linnulaust og okkur finnst við standa í stað. Hjá sumum snýst hugsunin um hirðisþjónustu einfaldlega um að bæta meiru á sig.

Himneskur faðir vill hinsvegar að við upplifum gleði og hefur sagt að „menn [séu] svo þeir megi gleði njóta“ (2 Ne 2:25). Auk þess kenndi frelsarinn að þjónusta við aðra sé mikilvægur hluti af því hvernig við færum gleði í eigið líf og annarra.

Hvað er gleði?

Gleði hefur verið skilgreind sem „tilfinning mikillar ánægju og hamingju.“1 Síðari daga spámenn hafa útskýrt í hverju gleðin á upptök sín og hvernig við hljótum hana. „Gleðin sem við finnum hefur lítið að gera með eigin aðstæður lífsins, en þess meira með það sem við einblínum á í lífinu,“ sagði Russell M. Nelson forseti. „… Gleðin á upptök í og er vegna [Jesú Krists]. Hann er uppspretta hverskyns gleði.“2

Hirðisþjónusta vekur gleði

Þegar Lehí meðtók af ávexti trés lífsins, varð sál hans gagntekin „ákaflega miklum fögnuði“ (1 Ne 8:12). Fyrsta þrá hans var að gefa ástvinum sínum af ávextinum.

Fúsleiki okkar til að þjóna öðrum getur fært okkur og þeim samskonar gleði. Frelsarinn kenndi lærisveinum sínum að sá ávöxtur sem við leiðum fram þegar við erum tengd honum, er fylling gleði (sjá Jóh 15:1–11). Að gera hans verk, með því að þjóna öðrum og reyna að leiða fólk til hans, getur verið gleðirík upplifun (sjá Lúk 15:7; Alma 29:9; Kenning og sáttmálar 18:16; 50:22). Við getum upplifað þessa gleði, jafnvel mitt í andstreymi og þjáningum (sjá 2 Kor 7:4; Kol 1:11).

Frelsarinn sýndi okkur fullkomið fordæmi um að eina mestu uppsprettu sannrar gleði í jarðlífinu sé að finna fyrir tilverknað þjónustu. Þegar við þjónum bræðrum okkar og systrum, af kærleika og elsku í hjarta, getum við upplifað gleði sem er æðri einfaldri ánægju.

„Þegar við tökum á móti [hirðisþjónustu] af fúsu hjarta, komumst við … nær því að verða Síonsfólk og munum finna óumræðanlega gleði með þeim sem við höfum liðsinnt á vegi lærisveinsins,“ sagði systir Jean B. Bingham, aðalforseti Líknarfélagsins.3

Hvernig getum við gert hirðisþjónustu gleðiríkari?

Við getum fært aukna gleði í hirðisþjónustu okkar á marga vegu. Hér eru nokkrar ábendingar:

  1. Skiljið tilgang ykkar í hirðisþjónustu. Það eru margar ástæður fyrir þjónustu. Þegar allt kemur til alls, þá ætti tilgangur okkar að samræmast tilgangi Guðs, „að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39). Þegar við tökum á móti boði Russells M. Nelson forseta um að liðsinna öðrum á sáttmálsveginum, getum við fundið gleði í þátttöku okkar í verki Guðs.4 (Til frekari fræðslu um hirðisþjónustu, sjá „Ministering Principles: The Purpose That Will Change Our Ministering,“ í Liahona, janúar 2018.)

  2. Látið hirðisþjónustu snúast um fólk ekki verkefni. Thomas S. Monson forseti sagði oft: „Látið aldrei vandamálið sem leysa á verða mikilvægara en þann sem elska á.“5 Hirðisþjónusta snýst um að elska fólk, en ekki að hafa eitthvað fyrir stafni. Þegar við vöxum að kærleika, eins og frelsarinn gerði, verðum við næmari fyrir gleðinni sem felst í því að þjóna öðrum.

  3. Hafið þjónustuna einfalda. M. Russell Ballard forseti, starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar, sagði: „Hið stóra verður að veruleika fyrir hið einfalda og smáa. … Hin einföldu og smáu þjónustu- og kærleiksverk magnast upp og verða að lífi fylltu elsku til himnesks föður, tryggð við verk Drottins Jesú Krists og vekja frið og gleði í hvert sinn sem við liðsinnum öðrum.“6

  4. Segið skilið við streitu í hirðisþjónustu. Það er ekki ábyrgð ykkar að vinna að sáluhjálps einhvers annars. Það er á milli viðkomandi einstaklings og Drottins. Ábyrgð ykkar er að elska aðra og hjálpa þeim að koma til Jesú Krists, sem er frelsari þeirra.

Ljósmynd
Jesus with children

KRISTUR OG BÖRNIN Í MORMÓNSBÓK, EFTIR DEL PARSON

Frestið ekki gleðiríkri þjónustu

Stundum er fólk tregt til að biðja um aðstoð, svo það gæti einmitt komið á móts við þarfir þess að bjóða fram þjónustu. Að þrengja sér upp á fólk, er þó heldur ekki rétt að gera. Góð regla er að biðja um leyfi áður en þjónað er.

Öldungur Dieter F. Uchtdorf, í Tólfpostulasveitinni, sagði frá einstæðri móður, sem fékk hlaupabólu – og síðan veiktust börnin hennar líka. Heimilið, sem alltaf var nánast óaðfinnanlegt, varð óhreint og subbulegt. Diskar og þvottur hlóðust upp.

Á stundu þar sem henni fannst hún algjörlega útkeyrð, knúðu Líknarfélagssystur dyra. Þær sögu ekki: „Láttu okkur vita, ef við getum hjálpað.“ Þegar þær sáu aðstæður, tóku þær þegar til starfa.

„Þær þrifu og tóku til, gerðu heimilið hreint og skínandi og fengu vinkonu til að koma með nauðsynleg matvæli. Þegar þær loks höfðu lokið verkinu og voru að kveðja, var hin unga móðir í tárum – tárum þakklætis og elsku.“7

Bæði gefandi og þiggjandi upplifðu innilega gleði.

Tileinka sér lífsins gleði

Því meiri gleði, frið og ánægju sem við stuðlum að í lífi okkar, því meiru getum við miðlað öðrum með þjónustu okkar. Gleðin á rætur í heilögum anda (sjá Gal 5:22 og Kenning og sáttmálar 11:13). Það er nokkuð sem við getum beðist fyrir um að hljóta (sjá Kenning og sáttmálar 136:29) og vakið upp í lífi annarra. Hér eru nokkrar ábendingar til að stuðla að gleði í lífi okkar:

  1. Teljið sælustundir ykkar. Þegar þið metið eigið líf, skrifið þá í dagbókina það sem Guð hefur blessað ykkur með.8 Gætið að öllu því góða umhverfis ykkur.9 Gætið að því sem gæti dregið ykkur frá því að upplifa gleði og skrifið hjá ykkur leiðir til að forðast það eða skilja það betur. Gefið ykkur tíma á þessum páskum til að leita leiða til að verða nánari frelsaranum (sjá Kenning og sáttmálar 101:36).

  2. Þróið með ykkur næmni og eftirtektarsemi. Þið eigið auðveldar með að finna gleði á hljóðum hugleiðslustundum.10 Gætið vandlega að því sem færir ykkur gleði (sjá 1 Kron 16:15). Stundir fjarri ýmsum miðlum geta stundum verið nauðsynlegar til að þróa næmni og eftirtektarsemi.11

  3. Forðist samanburð. Sagt hefur verið að samanburður geri okkur gleðisnauð. Páll varaði við því að þeir sem „mæla sig við sjálfa sig og bera sig saman við sjálfa sig [væru] óskynsamir“ (2 Kor 10:12).

  4. Leitið persónulegrar opinberunar. Frelsarinn kenndi: „Ef þú munt spyrja, munt þú hljóta opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan, svo að þú megir þekkja leyndardómana og hið friðsæla – það, sem færir gleði, það, sem færir eilíft líf“ (Kenning og sáttmálar 42:61).

Boð um að bregðast við

Hvernig getið þið aukið gleði lífsins með þjónustu?

Heimildir

  1. “Joy,” en.oxforddictionaries.com

  2. Russell M. Nelson, “Joy and Spiritual Survival,” Liahona, nóv. 2016, 82.

  3. Jean B. Bingham, “Ministering as the Savior Does,” Liahona, maí 2018, 107.

  4. See Russell M. Nelson, “As We Go Forward Together,” Liahona, apríl 2018, 4–7.

  5. Thomas S. Monson, “Finding Joy in the Journey,” Liahona, nóv. 2008, 86.

  6. M. Russell Ballard, “Finding Joy through Loving Service,” Liahona, maí 2011, 49.

  7. Sjá Dieter F. Uchtdorf, “Living the Gospel Joyful,” Liahona, nóv. 2014, 120–123.

  8. Sjá Henry B. Eyring, “O Remember, Remember,” Liahona, nóv. 2007, 67.

  9. See Jean B. Bingham, “That Your Joy Might Be Full,” Liahona, nóv. 2017, 87.

  10. Sjá Dieter F. Uchtdorf, “Of Things That Matter Most,” Liahona, nóv. 2010, 21.

  11. Sjá Gary E. Stevenson, “Spiritual Eclipse,” Liahona, nóv. 2017, 46.

Prenta