2019
Spámenn okkar og postular.
Apríl 2019


Spámenn okkar og postular

Ljósmynd
Our Prophets and Apostles

Jesús Kristur leiðir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu í gegnum spámenn og postula. Lesið um þá hér. Klippið síðan út myndirnar á síðu B23 og límið þær á réttan stað á kortinu. Setjið límband efst á hverja mynd svo þið getið lyft þeim til að lesa staðreyndirnar á baki myndarinnar.

Russell M. Nelson forseti

Sautjándi forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu

  • Var hjartaskurðlæknir

  • Lærði nokkur tungumál, þar á meðal mandarín.

  • Á 10 börn; 9 dætur og 1 son.

Dallin H. Oaks forseti

Fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu

  • Fyrsta starfið hans var að þrífa útvarpsverkstæði

  • Varð lögfræðingur og hæstaréttadómari í Utah

  • Var forseti Brigham Young háskóla

Henry B. Eyring forseti

Annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu

  • Spilaði körfubolta í framhaldsskóla●

  • Lærði eðlisfræði hjá föður sínum á krítartöflu heimilisins

  • Var forseti Ricks háskólans, nú BYU-Idaho

M. Russell Ballard forseti

Starfandi forseti Tólfpostulasveitarinnar

  • Var uppnefndur „biskupinn“ í háskóla vegna hárra staðla sinna

  • Átti bílasölu

  • Þjónaði sem trúboði í Englandi og sem trúboðsforseti í Toronto, Kanada

Öldungur Jeffrey R. Holland

í Tólfpostulasveitinni

  • Var trúboðsfélagi öldungs Cook í Englandi

  • Starfaði fyrir Fræðsludeild kirkjunnar

  • Var forseti BYU

Öldungur Dieter F. Uchtdorf

í Tólfpostulasveitinni

  • Var tvívegis flóttamaður sem barn

  • Var flugstjóri

  • Nýtur þess að fara á skíði með börnum sínum og barnabörnum

Öldungur David A. Bednar

í Tólfpostulasveitinni

  • Var liðsstjóri í fótboltaliði framhaldsskóla síns

  • Eftir að hann þjónaði í trúboði í Þýskalandi, skírði hann föður sinn sem meðlim kirkjunnar

  • Var forseti Ricks háskólans þegar hann breyttist í BYU-Idaho

Öldungur Quentin L. Cook

í Tólfpostulasveitinni

  • Öðlaðist vitnisburð eftir að hafa numið ritningarnar og beðist fyrir með eldri bróður sínum

  • Sá framtíðar eiginkonu sína í hæfileikakeppni unglingadeildar grunnskóla

  • Þjónaði sem kirkjuleiðtogi á Filippseyjum og á Kyrrahafseyjunum

Öldungur D. Todd Christofferson

í Tólfpostulasveitinni

  • Bakaði heimatilbúið brauð fyrir fjölskyldu sína á uppvaxtarárum sínum

  • Tók þátt í Hill Cumorah leiksýningunni í New York, sem unglingur

  • Starfaði sem lögfræðingur áður en hann var kallaður sem postuli

Öldungur Neil L. Andersen

í Tólfpostulasveitinni

  • Ólst upp á kúabúi í Idaho, Bandaríkjunum

  • Þjónaði sem trúboði og trúboðsforseti í Frakklandi

  • Talar frönsku, portúgölsku, spænsku og ensku

Öldungur Ronald A. Rasband

í Tólfpostulasveitinni

  • Var trúboðsforseti í New York borg, Bandaríkjunum

  • Þema hans er „fólkið skiptir mestu máli“

  • Vígði fyrstu byggingu Síðari daga heilagra í Tékklandi

Öldungur Gary E. Stevenson

í Tólfpostulasveitinni

  • Þjónaði sem trúboði og síðar trúboðsforseti í Japan

  • Stofnaði fyrirtæki sem byggði og seldi æfingatæki

  • Þjónaði sem biskup yfir allri kirkjunni

Öldungur Dale G. Renlund

í Tólfpostulasveitinni

  • Millinafn hans, Gunnar, þýðir „hugrakkur hermaður“

  • Flutti með fjölskyldu sinni til Utah frá Svíþjóð þegar hann var 11 ára

  • Starfaði sem hjartalæknir

Öldungur Gerrit W. Gong

í Tólfpostulasveitinni

  • Er hrifinn af dýrum, sérstaklega mörgæsum

  • Finnst mjög gaman að hitta fólk í öllum löndum

  • Á ættarheimildir sem ná aftur til First Dragon Gong árið 837 e.Kr.

Öldungur Ulisses Soares

í Tólfpostulasveitinni

  • Er frá Brasilíu og þjónaði sem trúboði þar og trúboðsforseti í Portúgal

  • Lærði um kirkjuna með fjölskyldu sinni er hann var ungur drengur

  • Byrjaði að búa sig undir trúboð þegar hann var 12 ára

Prenta