2019
Þegar við verðum vondauf
Apríl 2019


Þegar við verðum vondauf

Lífið er sorg og gleði. Stundum þegar við erum sorgbitin, veltum við fyrir okkur hvað Guð sé að gera – af hverju leyfir himneskur faðir þessu að gerast? Sú hugsun getur leitt af sér þessa: „Er Guði í raun annt um mig persónulega?“

Í slíkum aðstæðum hafa þessi ritningavers verið mér gagnleg:

  • Sálmarnir 8:4–5: „Hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans? … Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann.“

  • Jóhannes 10:14: Í jarðlífi sínu sagði Jesús: „Ég er góði hirðirinn og þekki mína.“

  • HDP Móse 1:39: Þetta er eitt eftirlætis versið mitt, þar sem Drottinn opinberar spámanninum Joseph Smith: „Því að sjá. Þetta er verk mitt og dýrð mín – að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika.“ Með þessu staðfestir hann áhuga sinn á okkur sem einstaklingum.

  • Lúkas 7:11–16: Þessi frásögn kennir okkur ekki aðeins um mátt frelsarans yfir dauðanum – sem gott er að minnast á páskum – heldur finnst mér hún vera besta dæmið um hve meðvitaður hann er gagnvart okkur sem einstaklingum. Af öllum kraftaverkum Jesú, eru fá jafn ljúf og samúðarfull og þjónusta hans við ekkjuna frá Nain. Líkt og fram kemur í grein minni (sjá bls. 12), þá sýnir sú frásögn að frelsarinn hefur áhuga á og elskar sérhvert okkar.

Keith Wilson

Aðstoðarprófessor, Brigham Young háskóla

Prenta