2019
Leiðir Guð mig?
Apríl 2019


Ungt fullorðið fólk

Leiðir Guð mig?

Ljósmynd
young adult standing by train

Lífið er fullt af mikilvægum ákvörðunum: Varðandi starfsbraut, makaleit, skólaval o.s.frv. Líf okkar er líka fyllt daglegum áhyggjum: Ákveða hvernig best er að verja eigin tíma, reyna að skilja kenningu og finna frið í erfiðleikum. Hvað sem öllu líður, þá þörfnumst við persónulegrar opinberunar. Stundum er þó erfitt að skilja hvernig hún hlýst og verður greind þegar hún kemur. Þegar við fáum ekki eða greinum ekki svör, gætum við hugsað: „Var þetta andinn eða bara mín eigin hugsun?“ „Af hverju fannst mér ég hljóta innblástur til að gera þetta, sem svo brást?“ „Af hverju finnst mér sem Guð bænheyri mig ekki?“

Sem betur fer segir Erin frá sinni reynslu um persónulega opinberun í greininni „Ákvarðanatökur: Sjálfræði og opinberun“ (bls. 44), þar sem hún þurfti að taka mikilvæga ákvörðun. Þótt Guð vilji leiða okkur, vill hann líka hjálpa okkur að læra að reiða okkur á eigið sjálfræði við ákvarðanatökur.

Að læra hvernig heilagur andi talar til okkar persónulega, er annar mikilvægur þáttur í því að hljóta og fá greint opinberun. Það getur verið mismunandi hjá hverju okkar. Á síðu 48 segir margt ungt fullorðið fólk frá því hvernig það hlýtur opinberun.

Í grein sem einungis er stafræn úrskýrir Aspen að við þurfum að „æfa okkar andlegu vöðva“ til að hljóta persónulega opinberun.

Það getur verið yfirþyrmandi að hugsa um framtíðina, jafnvel kvíðvænlegt. Einkum þegar maður er ungur. Þegar ég hinsvegar minnist þess hvernig Guð hefur haft áhrif á líf mitt á liðinni tíð, veitir það mér hugrekki til að sækja fram og framkvæma, í því trausti að hann muni áfram veita mér nauðsynlega leiðsögn á veginum framundan.

Virðingarfyllst,

Katie Sue Embley

Prenta