Er kem ég heim til hans
Glaðlega = 90
1. Minn hirðir gætir hjarðar vel
og lömbum litlum ann.
Af hjarta leitar týndra,
með nafni kallar hann.
Þau hlýða á hans hirðisraust
og skunda skjótt til hans.
Af hjartans elsku faðmar þau,
er koma heim til hans.
2. Minn hirðir elskar hvert sitt lamb
og fari ég af leið,
af hjartans þrá mín leitar,
já, dag sem nótt frá neyð.
Ég hlusta því á herrans kall
og skunda skjótt til hans.
Af hjartans elsku faðmar mig,
er kem ég heim til hans.
3. Minn lausnari mig leiðir þétt
og markar lífsveg hér.
Hann leitar mín, ef villist
Og fyrirgefur mér.
Ég hlusta því á herrans raust
og sný frá syndum manns.
Þá hjartað fyllir gleði‘ og frið,
er kem ég heim til hans.