2019
Sem ung kona, ætti ég að leggja meiri áherslu á menntun og frama en að verða eiginkona og móðir?
Apríl 2019


Sem ung kona, ætti ég að leggja meiri áherslu á menntun og frama en að verða eiginkona og móðir?

Ljósmynd
education vs motherhood

Við vitum að „fjölskyldan er kjarninn í áætlun skaparans“ og að „meginábyrgð mæðra er að annast börnin.“1 Við vitum einnig, að af ýmsum ástæðum hefur spámaðurinn ráðlagt bæði körlum og konum að mennta sig.2 Að auki vitum við að margar konur munu annað hvort þurfa að eða vilja sækjast eftir frama.

Dallin H. Oaks forseti, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, hefur sagt að hvað konur varðar, þá stendur valið ekki annað hvort á milli fjölskyldunnar eða menntunar og frama. „Það sem við verðum að velja er tímasetningin,“ sagði hann. Við leitum einnig innblásturs frá Drottni og leiðsögn þjóna hans er við gerum svo.“3

Ráðgerið að afla ykkur menntunar og að stofna fjölskyldu. Þið getið einnig áætlað að sækjast eftir frama. Áhersla ykkar í öllu þessu ætti að vera sú að fylgja áætlun himnesks föður og leitast við að gera vilja hans.

Heimildir

  1. “Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,” familyproclamation.lds.org.

  2. Sjá Til styrktar æskunni (2011), 9.

  3. Dallin H. Oaks, í viðburðinum Í Návígi með öldungi Oaks og öldungi Ballard (heimslægur viðburður fyrir ungt einhleypt fólk, 19. nóv. 2017), broadcasts.lds.org.

Prenta