2019
Fellibylur fékk ekki stöðvað okkur
Apríl 2019


Fellibylur fékk ekki stöðvað okkur

Koraima Santiago de Jesus

San Juan, Puerto Ríkó

Ljósmynd
Couple standing in hurricane aftermath

Myndskreyting eftir Suzanne Simmons

Nokkru eftir að ég kom heim af trúboði, var mér boðið út á dansleik. Á dansleiknum lagði ég símann frá mér einhversstaðar og ungur maður bauðst til að hjálpa mér að finna hann. Þegar við ræddum saman, komumst við að því að við vorum bæði nýlega komin heim af trúboði og höfðum sameiginleg markmið og hugmyndir.

Samband okkar þróaðist og við trúlofuðumst. Okkur dreymdi um að innsiglast í Washington D.C. musterinu, áður en því var lokað vegna endurnýjunar í mars 2018. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun, vorum við reynd. Fyrst missti ég atvinnuna, svo engin leið var að leggja fyrir til musterisferðar. Þessu næst átti fellibylur að skella yfir Puerto Ríkó rétt fyrir brúðkaupsdaginn.

Þegar fellibylurinn María skall á varð okkar fallega eyja illa úti. Verslunum var lokað. Það varð rafmagnslaust og erfitt var að fá vatn, matvæli og aðrar nauðsynjar. Við misstum allt sem við höfðum ráðgert að nota fyrir veisluna. Við urðum að afboða móttökuna og svo virtist sem við þyrftum líka að afboða sjálft brúðkaupið. Ferðir til og frá Puerto Ríkó voru takmarkaðar og enginn viss hve lengi. Ég tók að fyllast vonleysi og efa og varð ráðalaus.

Kvöld eitt ræddum ég og unnusti minn um aðstæður okkar. Ferðir voru stopullar og við áttum hvorki fatnað fyrir móttökuna eða brúðkaupið, en andinn staðfesti að við ættum að treysta Drottni. Mikilvægast af öllu var að innsiglast i musterinu. Við báðum til himnesks föður um hjálp.

Þegar flug frá Puerto Ríkó hófst að nýju, þurftum við að ráðgera annað flug og annan innsiglunardag. Við vorum samskiptalaus í margar vikur eftir fellibylinn, en farsími vinkonu okkar virkaði. Hún leyfði okkur að nota hann til að hringja í musterið. Okkur tókst að endurskipuleggja allt, svo við gætum innsiglast. Nokkrum vikum fyrir ferð okkar, gáfu fjölskyldumeðlimir og vinir okkur skó og fatnað og aðstoðuðu okkur við að afla aðfanga fyrir brúðkaupið.

Þegar við loks komum í musterið, voru allar áhyggjur að baki. Við héldumst í hendur inn í sameiginlega framtíð. Ég get sannlega sagt að ég hafi fundið handleiðslu og fullvissu Drottins um að allt færi vel, svo framarlega sem við treystum honum. Í dag erum við blessuð með fallegum syni og erum að eilífu innsigluð sem fjölskylda.

Prenta