2019
Reykjavík, Ísland
Apríl 2019


Kirkjan er hér

Reykjavík, Ísland

Ljósmynd
reykjavik

Ísland, með hina litríku höfuðborg, Reykjavík og snæviþakið fjallið Esjuna í bakgrunni hennar, er aðsetur eyþjóðar í um 1609 kílómetra frá meginlandi Evrópu. Reykjavík var fyrst numin af víkingum, árið 874 e.Kr., og er miðpunktur menningarviðburða Íslendinga og efnahags- og stjórnvaldsaðgerða og er ein af hreinustu, grænustu og öruggustu borgum heimsins.

Fyrstu tveir Íslendingarnir voru skírðir í Danmörku árið 1851. Þeir fóru fljótlega til Íslands og árið 1853 var fyrsta greinin stofnuð þar. Í dag eru meðlimir á Íslandi um 300 talsins í þremur greinum, í Reykjavík, á Selfossi og á Akureyri. Næsta musteri er í London, Englandi, um 1.894 kílómetrum frá Reykjavík.

Kirkjan þar heldur áfram að vaxa, þótt meðlimir séu fáir. Þrátt fyrir áskoranir sem tengjast einangrun, þýðingu á efni kirkjunnar, óhagstæðu verðurfari og öðrum menningarþáttum, hafa kirkjuleiðtogar lofað að Ísland verði dag einn ljós fyrir aðrar þjóðir. Gordon B. Hinckley forseti (1910–2008) sótti Ísland heim og sagði meðlimi þar „búa yfir styrk, afli og getu til að koma miklu til leiðar“ (“Wonderful to Have Sweet, Good Land,” Church News, 21. sept. 2002, 10).

  • Íslenska trúboðið var skipulagt árið 1894, en boðun trúar hætt árið 1914. Ísland varð hluti af Kaupmannahafnartrúboðinu í Danmörku árið 1975.

  • Árið 1977 helgaði öldungur Joseph B. Wirthlin (1917–2008), þá meðlimur í Fyrstu sveit hinna Sjötíu, Ísland til boðunar fagnaðarerindisins.

  • Árið 1981 var Mormónsbók gefin út á íslensku – tungumáli sem hvergi annarsstaðar er talað í veröldinni.

Prenta