2019
Hugljúfur heiðarleiki
Apríl 2019


Hugljúfur heiðarleiki

Höfundur býr í Koloradó, Bandaríkjunum

„Gjörið hið góða“ (2 Kor 13:7).

Sweet Honesty

„Ég þarf á því að halda að þú passir bróður þinn,“ sagði mamma. „Við pabbi þinn erum að fara að aðstoða einhvern sem er veikur.“

Ég leit upp frá því að sópa gólfið í litla húsinu okkar og kinkaði kolli. Mamma var Líknarfélagsforsetinn og hún fór oft að hitta systur í deildinni okkar.

„Takk Árný,“ sagði mamma og kyssti mig á kollinn. „Jón er sofandi. Það er brauðdeig að hefa sig á borðinu. Ekki snerta það.“

Ég horfði út um dyrnar er hún og pabbi fóru á vagninum niður rykugan veginn. Ég var stolt af því að mamma treysti mér.

Er ég sópaði eldhúsið, nam ég staðar við brauðdeigið. Ég gat varla beðið eftir því að mamma myndi baka það í kvöld. Vanalega borðuðum við nýtt brauð með heimatilbúinni sultu. Við höfðum hins vegar orðið uppiskroppa með sultu fyrir þremur mánuðum síðan.

Sulta! Tilhugsunin gerði mig svanga í eitthvað sætt. Ég leit upp á sykurkrukkuna, hátt uppi á hillunni. Ég vissi að mamma var að geyma hann til að búa til meiri sultu.

Því meira sem ég hugsaði um sykurinn, því svengri varð ég. Að lokum dró ég stól að borðinu og teygði mig upp. Fingur mínir rétt náðu að snerta sykurkrukkuna. Ég dró hana nær hillubrúninni.

Þá datt krukkan ofan af hillunni! Ég reyndi að grípa hana en hún datt með háum smelli mitt í brauðdeigið. Sykur dreifðist yfir allt brauðið, borðið og á gólfið.

„Ó nei!“ hrópaði ég upp. Það vakti litla bróður minn. Hann fór að gráta.Mig langaði líka að fara að gráta. Hvað myndi mamma segja um þennan sóðaskap.

Þegar ég hafði náð að róa Jón niður, gerði ég mitt besta til að hreinsa sykurinn upp. Ég tók krukkuna úr deiginu og þreif hana. Ég þurrkaði sykurinn af borðinu og gólfinu. Það var hins vegar ekkert sem ég gat gert til að hreinsa sykurinn úr deiginu.

Það hvarflaði að mér að setja krukkuna aftur á hilluna. Kannski myndi mamma ekki taka eftir því að hún væri tóm. Ég vissi hins vegar að það var ekki rétt. Því næst setti ég krukkuna á borðið og beið eftir að mamma og pabbi kæmu heim.

Þegar þau komu heim tók mamma strax eftir sykurkrukkunni.

Ég dró djúpt andann. „Mig langaði bara í smá smakk af sykrinum, Þá sló ég krukkuna af hillunni. Ég reyndi að þrífa þetta allt upp en ég gat ekki náð honum úr brauðdeginu. Orðin hrukku beint út er ég horfði á gólfið.

Mamma var hljóð í smá stund.

„Mér þykir þetta svo leitt,“ hvíslaði ég.

Mamma andvarpaði. „Jæja, ég reikna þá með því að brauðið verði einstaklega sætt í kvöld,“ sagði hún. Ég leit upp. Hún sendi mér smá bros. „Takk fyrir að segja okkur frá því sem gerðist.“

Þegar við borðuðum sætt brauðið um kvöldið, töluðum við saman, mamma, pabbi og ég, um heiðarleika.

„Við gerum öll mörg mistök í lífinu,“ sagði pabbi. „Þegar við erum heiðarleg og reynum að iðrast, þá eru himneskur faðir og Jesús hamingjusamir. Við munum ávallt vera blessuð fyrir að vera heiðarleg – jafnvel þó að það virðist erfiðara til að byrja með.“

Ég var samt leið yfir því að hafa hellt niður sykrinum. Ég vissi að við myndum líklega ekki hafa eins mikla sultu þetta árð vegna mistaka minna. Ég var hinsvegar glöð að ég skyldi hafa sagt sannleikann. Það var hugljúf tilfinning sem ekkert magn sykurs gæti komið í staðin fyrir. ●