Frá Æðsta forsætisráðinu
Hin góða gjöf Guðs
Úr „Thanks Be to God,“ Liahona, maí 2012, 77–80.
Dag einn sáum ég og systir Nelson hitabeltisfiska í fiskabúri. Marglitir fiskar af öllum stærðum og gerðum skutust fram og tilbaka. Ég spurði nálæga starfskonu: „Hver gefur þessum fallegu fiskum að borða?“
Hún svaraði: „Ég geri það“
Því næst spurði ég hana: „Hafa fiskarnir nokkru sinni þakkað þér?“
Hún svaraði: „Ekki enn!“
Sumt fólk er eins og þessir fiskar. Það skynjar ekki Guð og góðvild hans til þess. Hve mikið betra væri það ef við gætum verið meðvitaðri um elsku Guðs og tjáð honum þakklæti okkar.
Þakklæti fyrir Jesú Krist
Guð sendi son sinn, Jesú Krist, til að hjálpa okkur. Hann gerði það því hann ann okkur mjög.
Jesús kom til að endurleysa okkur.
Vegna friðþægingar hans, getum við risið upp eftir dauða okkar.
Sökum friðþægingar hans, getum við snúið að nýju til dvalar hjá himneskum föður um eilífð.
Jesús sagði:
„Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja“ (Jóh 11:25–26).
Þetta eru hin dásamlegu skilaboð páskanna. ●
Jesús er frelsari minn
Jesús reis upp á páskadagsmorgni. Lesið setningarnar til að komast að því hvað hann hefur gert fyrir okkur. Litið sólageisla eftir að hafa lesið hverja setningu. Klárið því næst að lita myndina.
-
Jesús Kristur þjáðist í Getsemane og á krossinum, til að bjarga okkur frá syndum okkar.
-
Jesús dó og reis upp til að bjarga okkur frá dauða.
-
Jesús gaf okkur sakramentið til að hjálpa okkur að muna eftir honum.
-
Jesús kenndi okkur að fyrirgefa öðrum.
-
Jesús sýndi okkur hvernig við eigum að vera góðviljuð.
-
Vegna Jesú, getum við risið upp eftir dauða okkar.