Sögur úr ritningunum
Sagan um páskana
Jesús elskaði vini sína. Hann þvoði fætur þeirra. Því næst gaf hann þeim sakramentið. Hann sagði þeim að muna eftir sér. Hann sagði þeim að elska hver annan.
Seinna fór Jesús í garðinn. Hann bað fyrir okkur öllum. Hann fann fyrir sársauka veikinda okkar. Hann fann fyrir sársauka synda okkar.
Reiður múgur tók Jesú í burtu. Þau meiddu hann. Hann dó á krossinum fyrir okkur. Vinir hans settu líkama hans í gröf.
Þremur dögum seinna komu vinir hans aftur. Gröfin var tóm! Englar sögðu þeim: „Hann er upprisinn.“ Jesús lifði á ný! Sökum Jesú, munum við lifa aftur eftir dauða okkar.
Jesús elskar mig. Ég get gert páskana sérstaka með því að minnast hans. ●