2019
Kveðja frá Eistlandi
Apríl 2019


Kveðja frá Eistlandi!

Við erum Margo og Paolo Á þessu ári erum við að ferðast um heiminn til að læra um börn Guðs. Komið með okkur er við heimsækjum Eistland!

Hello from Estonia

Eistland er í Norður-Evrópu. Þar eru meira en 2000 eyjar. Um 1.3 milljón manns búa í Eistlandi.

Svona segjum við „halló“ á eistnesku: Tere! Svona segjum við svo nafn kirkjunnar: Viimse Aja Pühade Jeesuse Kristuse Kirik

Þetta er Tallinn, höfðuborg Eistlands. Hún er eitthvað um 800 ára gömul! Í Eistlandi má finna mikið af náttúrusvæðum, eins og skógum og fenjum. Í raun er meira en helmingurinn af Eistlandi þakin skógi. Margir í Eistlandi njóta þess að vera úti í náttúrunni.

Hvað er í kvöldmatinn í Eistlandi? Kannski svínakjöt eða súrsaður fiskur með kartöflum, hvítkáli, sýrðum rjóma og rúgbrauði. Það kallast síldarsamloka.

Finnst þér gaman að syngja í Barnafélaginu? Á fimm ára fresti safnast Eistar saman á stórri hátíð til heiðurs landi sínu, til að syngja og dansa.

Kirkjan í Eistlandi er lítil en sterk. Þar eru um eitt þúsund kirkjumeðlimir. Næsta musteri er í Helsinki, Finnlandi.

Hér getið þið séð tvær systur frá Eistlandi!

Eitt kvöld, er ég var á leiðinni í rúmið, fann ég ekki bangsann minn. Ég leitaði að honum en fann hann ekki. Ég baðst fyrir. Þá fann ég bangsann minn og mig dreymdi vel.

Bianka J., 7 ára.

Fjölskyldum okkar finnst gaman að þjóna öðrum. Þjónusta gerir okkur kleift að hafa heilagan anda með okkur, sem gefur okkur hlýja friðartilfinningu. Ég og systir mín búum til gjafir fyrir aðra, því við viljum að þeir finni kærleika.

Piibe J.,10 ára.

Takk fyrir að heimsækja Eistland með okkur. Sjáumst næst!