Líahóna
Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins
Mars 2024


„Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins,“ Líahóna, mars 2024.

Páskaboðskapur Æðsta forsætisráðsins

Jesús Kristur horfir upp til himins með arma á lofti

Í þeim tilgangi hef ég komið, eftir Yongsung Kim, með leyfi frá Havenlight

Við bjóðum ykkur þessa páska að hugleiða friðþægingarfórn frelsarans og dýrðlega upprisu hans, sem blessar okkur öll.

Fyrir milligöngu frelsara okkar Jesú Krists hljótum við þess vonarorð: „Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn“ (Jóhannes 16:33). Frelsarinn lofar að ef við höldum boðorð hans og meðtökum helgiathafnir hans, munum við hafa „frið í þessum heimi, og eilíft líf í komanda heimi“ (Kenning og sáttmálar 59:23).

Við berum vitni um að Jesús Kristur lifir! „Hann er upp risinn“ (Matteus 28:6). Hans vegna getum við hlotið leiðsögn og styrk þegar við berum þær byrðar sem jarðlífið færir okkur. Með trú okkar á friðþægingarfórn frelsarans, fá bönd syndar ekki haldið okkur og erfiðleikarnir sem við upplifum í lífinu munu ekki hafa varanleg áhrif á. „Kristur hefur innbyrt brodd dauðans“ (Mósía 16:8).

undirskriftir meðlima Æðsta forsætisráðsins

Æðsta forsætisráðið