Líahóna
Hverju lofar Jesús Kristur sem heimurinn getur ekki lofað?
Mars 2024


„Hverju lofar Jesús Kristur sem heimurinn getur ekki lofað?“ Líahóna, mars 2024.

Kom, fylg mér

2. Nefí 20–25

Hverju lofar Jesús Kristur sem heimurinn getur ekki lofað?

Ljósmynd
til vinstri, fólk að spotta og benda; til hægri, fólk sem hlustar á Jesú kenna

Hluti af Sýn Lehís, eftir Greg K. Olsen; teikning af Jesú kenna, eftir Justin Kunz

Þótt erfitt geti verið að skilja orð Jesaja, þá er það skýrt að „fyrir Babýlon … [skal fara eins og þegar] Guð umturnaði Sódómu og Gómorru“ (2. Nefí 23:19) og „hinir ranglátu munu farast“ (sjá 2. Nefí 23:22). Hvers vegna skyldi einhver velja leið illskunnar?

Að búa í Babýlon, eða að lifa ranglátlega, getur verið aðlaðandi. Babýlon kann að lofa veraldlegri ánægju, en fagnaðarerindi Jesú Krists lofar raunverulegri gleði og varanlegum friði.

Í þessari töflu skuluð þið gæta að muninum á því hvernig heimurinn leggur til að við lifum og hvernig Jesús Kristur kennir okkur að lifa. Hvaða loforð gefur heimurinn fyrir að fylgja kenningum sínum, samanborið við loforðin sem frelsarinn gefur fyrir að fylgja kenningum sínum?

Heimurinn kennir

Heimurinn lofar

Jesús Kristur kennir

Jesús Kristur lofar

Vera dramblátur og hrokafullur (2. Nefí 23:11)

Vera auðmjúkur (3. Nefí 12:3)

Vera óhóflegur (2. Nefí 24:11)

Vera lítillátur (3. Nefí 12:5)

Vera reiður (2. Nefí 24:6)

Vera friðflytjandi (3. Nefí 12:9, 22–24)

Sækjast eftir eigin dýrð (2. Nefí 24:13–14)

Sækjast eftir dýrð Drottins (3. Nefí 12:16; 13:13, 33)

Við munum ekki farast með hinum ranglátu ef við fylgjum Jesú Kristi. Við getum þess í stað verið viss um að Jesús Kristur „mun sýna lýð [sínum] miskunn“ (2. Nefí 23:22).

Prenta