Líahóna
Ég vissi að ég naut verndar
Mars 2024


„Ég vissi að ég naut verndar,“ Líahóna, mars 2024.

Frá Síðari daga heilögum

Ég vissi að ég naut verndar

Stríð geisaði fyrir utan, en þegar ég las Mormónsbók fann ég fyrir friði og óttaðist ekki.

Ljósmynd
kona les bók

Teikning: Alex Nabaum

Árið 1992 geisaði stríðið í Júgóslavíu. Sprengjum rigndi daglega yfir bæinn okkar, Mostar. Öll opinber þjónusta hafði stöðvast, þar á meðal póstþjónustan.

Þann 1. apríl var hins vegar bankað á hurðina hjá mér. Þegar ég opnaði dyrnar rétti maður sem ég hafði aldrei áður séð mér pakka frá dóttur minni, sem þá bjó í Malaga á Spáni, þar sem hún hafði gengið í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Í pakkanum var eintak af Mormónsbók.

Ég tók að lesa hana sama dag. Stríð geisaði fyrir utan, en þegar ég las fann ég fyrir friði og óttaðist ekki. Síðar komst ég að því að friðurinn sem ég fann var heilagur andi. Ég vissi að ég naut verndar og myndi ekki deyja.

Þegar ég las lærði ég um Jesú Krist og að hann væri enn lifandi. Ég lærði um skírn og kirkju frelsarans. Mér fannst allt sem ég var að lesa vera sannleikur. Af og til svaraði dóttir mín spurningum mínum.

Þegar eiginmaður minn lést árið 2019, ákvað ég að fara til Bandaríkjanna, þar sem dóttir mín bjó þá. Mig langaði að sjá hana og læra meira um hina endurreistu kirkju.

Ég dvaldi í Salt Lake City, Utah, í fjóra og hálfan mánuð. Ég fór í kirkju í hverri viku með dóttur minni. Ég upplifði tilfinningu sem ég fékk ekki lýst. Ég meðtók trúboðslexíurnar. Ég vissi að allt efnið þar væri sannleikur. Ég upplifði fallegasta dag lífs míns þegar ég fór ofan í skírnarvatnið og var staðfest sem meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, þann 27. júlí 2019.

Þegar ég gekk inn í herbergið til að verða staðfest eftir skírn mína voru allir grátandi. Að láta skírast og meðtaka gjöf heilags anda er dásamleg gjöf frá himneskum föður. Eftir staðfestingu mína, fann ég að himinninn var opinn og að við værum þar öll saman. Í patríarkablessun minni í kjölfarið hlaut ég mörg sérstök, eilíf fyrirheit.

Mormónsbók er sönn. Með því að lesa og biðja varðandi hana, getum við öðlast eigin vitnisburð um hana. Með þeim vitnisburði munum við vita að Joseph Smith var spámaður og að fyrir hans milligöngu var hin sanna kirkja Jesú Krists endurreist á jörðu.

Prenta