Líahóna
Hvernig get ég gert Mormónsbók að páskahefð?
Mars 2024


„Hvernig get ég gert Mormónsbók að páskahefð?“ Líahóna, mars 2024.

Kom, fylg mér

Páskar

Hvernig get ég gert Mormónsbók að páskahefð?

Kristur birtist í Vesturheimi

Kristur birtist í Vesturheimi, eftir Arnold Friberg

Mormónsbók er áhrifamikill vitnisburður um raunveruleika hins upprisna Drottins Jesú Krists. „Við, sem Síðari daga heilög, höfum fengið undraverða páskagjöf … Mormónsbók.“1

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Meginástæða þess að við höldum jól hátíðleg er vegna páskanna.“2 Líkt og sumar fjölskyldur lesa eða endurskapa söguna í Lúkasi 2 á jólum, gæti fjölskylda ykkar notað meðfylgjandi verkefni til að minnast hins upprisna frelsara um páskana með því að nota 3. Nefí 11:1–17. Lögin sem tilgreind eru tengjast hinum völdu versum, en þið gætuð líka valið uppáhaldssálmana ykkar um Jesú Krist.

Verkefni

Lesið og syngið með fjölskyldumeðlimum eða sjálf um komu Jesú Krists til Nefítanna eftir upprisu hans.

Lesa

Hlusta eða syngja

3. Nefí 11:1–7

Hann sendi soninn,“ Barnasöngbókin, 20.

3. Nefí 11:8–15

Reis Jesús upp?,“ Barnasöngbókin,“ 45.

3. Nefí 11:16–17

Hósanna-Páskar,“ Líahóna, apr. 2003.