Líahóna
Við tölum um Krist
Mars 2024


„Vér tölum um Krist,“ Líahóna, mars 2024.

Fyrir foreldra

Við tölum um Krist

Ljósmynd
móðir og börn sitja við borð

Placeholder credit line

Kæru foreldrar,

Nefí kenndi fólki sínu nauðsyn þess að við höfum Drottin í fyrirrúmi í lífi okkar. Hann ritaði: „Vér tölum um Krist, vér fögnum í Kristi, vér prédikum um Krist, vér spáum um Krist og vér færum spádóma vora í letur, svo að börn vor viti, til hvaða uppsprettu þau mega leita til fyrirgefningar synda sinna“ (2. Nefí 25:26). Þið gætuð kynnt ykkur eftirfarandi greinar með fjölskyldu ykkar til að vísa þeim og öðrum sem þið elskið á fagnaðarerindi Jesú Krists, á leiðsögn hans og á viskureglur sem munu hjálpa okkur að leita hans í erilsömum heimi.

Trúarlegar umræður

Fagnaðarerindi Jesú Krists er fyrir alla

Allir menn þarfnast þeirrar vonar og endurlausnar sem fagnaðarerindi Jesú Krists veitir. Ræðið við fjölskyldu ykkar um nokkrar kenningar í grein öldungs Jeffreys R. Holland um það hvernig þið getið elskað, miðlað og boðið einhverjum að meðtaka fagnaðarerindi Jesú Krists (sjá bls. 4).

Skynsamlegar reglur um notkun miðla

Tæknin og miðlar eru gagnleg verkfæri séu þau rétt notuð. Kynnið ykkur nokkrar leiðandi reglur á bls. 22 og ræðið reglur fjölskyldunnar um notkun miðla. Notið „spurningar til að ígrunda“ og íhugið það sem vel er gert og það sem gera mætti betur.

Fylgja frelsaranum í trú

Í grein sinni á bls. 40 segir öldungur Benjamin M. Z. Tai frá fjórum aðferðum frelsarans til að liðsinna okkur. Eftir að hafa farið yfir þetta með fjölskyldu ykkar, ræðið þá hvernig ykkur hefur verið liðsinnt er þið fylgduð frelsaranum í trú.

Prenta