Líahóna
Mild miskunn 25 árum síðar
Mars 2024


„Mild miskunn 25 árum síðar,“ Líahóna, mars 2024.

Frá Síðari daga heilögum

Mild miskunn 25 árum síðar

Ég er þakklátur fyrir að Guð notaði gleymt bréf til að koma til leiðar sinni mildu miskunn.

Ljósmynd
faðir og dóttir við Níagara-fossa

Ljósmynd birt með leyfi höfundar

Þegar ég var að kenna snemma morguns í trúarskóla í Eureka, Kaliforníu, Bandaríkjunum, bað ég nemendur mína að ímynda sér sig sjálfa 10 ár fram í tímann. Ég bað þá síðan að skrifa bréf með vitnisburði sínum um fagnaðarerindið og hvað annað sem þeir vildu miðla eldri útgáfu af sjálfum sér. Ég sagði þeim að ég myndi senda bréfin eftir 10 ár.

Tíminn leið og ég komst aldrei í það að senda bréfin. Dag einn 25 árum síðar fann Heidi dóttir mín bréfin og spurði um þau. Eftir að ég útskýrði hvað ég hafði skipulagt, leitaði hún að heimilisföngum fyrrverandi nemenda minna með því að nota verkfæri á samfélagsmiðlum.

Ljósmynd
ein hendi afhentir annarri hönd nokkur umslög

Myndskreyting: Alex Nabaum

Eftir að hún sendi bréfin í pósti, fengum við mjög góð viðbrögð. Einn af fyrrverandi trúarskólanemendum mínum skrifaði:

„Ég vil að pabbi þinn viti að hann fann þessi bréf núna af ástæðu. Dóttir mín, sem er 18 ára, hefur átt í erfiðleikum með vitnisburð sinn og finnur sig ekki í því að vera ‚fullkomin Síðari daga heilög stúlka‘. Hún deilir ekki tilfinningum sínum með okkur. Þetta hefur verið erfitt.“

Þessi fyrrverandi nemandi minn var niðurbrotinn yfir sumu sem dóttir hennar hafði nýlega skrifað í blogg og bætti við:

„Ég vissi að ég yrði að tala við hana um þetta. Eins og venjulega, þegar við eigum þessi samtöl, var andlit hennar steinrunnið og ögrandi og hún sagði ekki orð. Ég rétti henni bréfið mitt og sagði að ég vildi að hún læsi það.

Ég sá hana lesa fyrstu málsgreinina nokkrum sinnum. Ég hafði skrifað að ég vissi ekki hvort ég ætti vitnisburð og að það væri ef til vill of mikið fyrir mig að vera fullkominn Síðari daga heilagur.

Dóttir mín fór að gráta. Ég vildi að hún vissi að ég virkilega skildi baráttu hennar. Hún hefði aldrei lagt trúnað á það án þessa bréfs! Múrinn sem hún hefur skapað er að nokkru fallinn og mér finnst sannlega eins og tímasetning þessa bréfs hafi verið mild miskunn. Ef ég hefði fengið það í hendur fyrir 10 árum hefði ég ef til vill hent því eða glatað því! Þakkaðu pabba þínum fyrir að hafa fengið okkur til að skrifa bréfin og fyrir að hafa geymt þau öll þessi ár! Ekkert er tilviljun.“

Okkar kærleiksríki himneski faðir vakir yfir öllum sauðum sínum og með undursamlegri tímasetningu hans getur hann komið mildri miskunn og kraftaverkum til leiðar gegnum sérhvert okkar til að koma þeim sem hafa villst frá aftur í hjörðina.

Prenta