Líahóna
Andlit í glugganum
Mars 2024


„Andlit í glugganum,“ Líahóna, mars 2024.

Frá Síðari daga heilögum

Andlit í glugganum

Mér fannst nágrannakona mín hnýsin en komst að því að hún þarfnaðist aðeins vinar.

Ljósmynd
Mynd af Maija-Kaarina Mäkinen

Ljósmynd birt með leyfi höfundar

Ég sá oft sama andlitið stara út um íbúðarglugga. Ég hugsaði með mér: „Er það ekki leiðinlegt að einhver skuli sífellt horfa út um gluggann hjá sér og dæma verk nágranna sinna?“

Dag einn datt mér í hug að ég ætti ef til vill að fara og spyrja hvort ég gæti hjálpað. Ég ákvað að taka með mér nýbakað brauð.

Heitt brauðið bræddi ísinn í hjarta hins aldna nágranna míns. Með tár í augum tjáði hún mér hversu einmana hún væri. Enginn heimsótti hana og enginn hringdi í hana, ekki einu sinni hennar eigin börn. Með skjálfandi hendi þurrkaði hún tár af vöngum sínum.

Hún andvarpaði og sagði síðan: „Hve gott það væri að yfirgefa þennan heim. Ég dæmi engan þegar ég lít út um gluggann minn. Ég horfi bara á börnin leika sér og annað sem er að gerast í garðinum.“

Ljósmynd
kona horfir út um glugga

Myndskreyting: Alex Nabaum

Með tímanum ræddum við um fagnaðarerindið. Í fyrstu var hún hlédræg vegna þess að eiginmaður hennar starfaði sem embættismaður í annarri kirkju. En því meira sem við ræddum saman, því hrifnari varð hún af sannleikanum sem ég miðlaði um Jesú Krist og hið endurreista fagnaðarerindi hans.

„Það er yndislegt að við eigum sama Jesú!“ sagði hún. „Sjáumst við á himnum?“

„Já,“ svaraði ég, „við verðum þarna saman – hönd í hönd.“

Upp frá því vorum við góðar vinkonur í mörg ár, þar til hún loks hvarf úr þessum heimi.

Núna finnst mér gaman að hugsa um að fyrrverandi nágranni minn lítur út um gluggann á himneska heimilinu sínu, fylgist með verkum okkar og vonar að við séum nægilega samlynd og kærleiksrík við hvert annað.

Prenta