„Hvernig getur það hjálpað mér við samansöfnun Ísraels að vera friðflytjandi?“ Líahóna, mars 2024.
Kom, fylg mér
Hvernig getur það hjálpað mér við samansöfnun Ísraels að vera friðflytjandi?
Nefí sá að fólk á síðari dögum myndi deila hvert við annað (sjá 2. Nefí 28:3–4, 20), en deilur eru ekki háttur Drottins. Til að safna saman Ísrael, þá þurfum við í raun að eiga samskipti við aðra á „æðri og heilagri hátt“1.
Russell M. Nelson forseti kenndi: „Ef ykkur er alvara með að hjálpa við að safna saman Ísrael og þróa sambönd sem vara gegnum eilífðirnar, þá er núna tíminn til að losa sig við biturleika. Núna er tíminn til að hætta að standa fast á því að það sé annaðhvort ykkar leið eða engin leið. Núna er tíminn til hætta að gera það sem fær aðra til að tippla á tánum af ótta við að raska ró ykkar. Núna er tíminn til að grafa stríðsvopn ykkar. Ef ykkar munnlega vopnabúr er fullt af móðgunum og ásökunum, þá er núna tíminn til að segja skilið við það. Þið munuð rísa sem andlega sterkur karl eða kona Krists.“2
Himneskur faðir og Jesús Kristur elska öll börn Guðs óháð því hversu ólík við erum. Satan reynir að nota ágreining okkar til að sundra okkur, en með því að velja frið fremur en deilur sköpum við ástúðlegt umhverfi sem laðar fólk að hinu endurreista fagnaðarerindi Drottins.
Íhugið eftirfarandi aðstæður og hvernig þið getið brugðist við með kærleika: